Símamótið

Símamótið árið 2017 verður haldið 13.-16. júlí 2017 í stað 6. – 9. júlí eins og áður hafði verið auglýst.

Þar sem nú er orðið ljóst að stelpurnar okkar munu ekki hefja leik á EM í Hollandi fyrr en 18. júlí og vegna fyrirsjáanlegra árekstrar við annað stórt knattspyrnumót sem ákveðið hefur verið að halda á öðrum tíma en vanalega, hefur knattspyrnudeild Breiðabliks ákveðið að Símamótið 2017 verði eins og hefð er fyrir þriðju helgina í júlí. Mótið verður því helgina 13.-16. júlí í sumar en ekki 6.-9. júlí eins og áður hafði verið tilkynnt.

Knattspyrnudeild Breiðabliks vonar að með þessum breytingum geti allir fjölmennt áfram á Símamótið og tekið þátt í þessari árlegu fjölskylduskemmtun í Kópavoginum