Myndasafn Breiðabliks

Myndir úr sögu félagsins skipta miklu máli og því hefur félagið tekið í notkun nýtt myndakerfi til að halda utan um safnið og stendur nú yfir röðun og flokkun mynda í kerfið. En sagan heldur áfram og því verða félagsmenn að halda áfram að senda inn myndir, sem þeir telja að skipta söguna máli. Þá má einnig senda inn eldri myndir, sem fólk á og hefur skannað. Ef senda á mynd þá viljum við fá myndina á netfangið .(JavaScript must be enabled to view this email address) og þá þarf einnig nauðsynlega að fylgja eftirfarandi upplýsingar:

Dagsetning, hvenær er myndin tekin
Staður, hvar er myndin tekin
Hverjir á myndinni
Hver tók myndina

( Ef myndin er skönnuð, þá væri gott að fá með upplýsingar um hvar frummyndin er geymd, eða ef viðkomandi vill þá tökum við einnig á móti slíkum myndum til geymslu )