Tímatökukerfi Þríkó

Þríkó hefur yfir að ráða öflugu kerfi fyrir tímatöku í keppnum eins og þríþraut, hlaupum og hjólreiðum. Kerfið er frá fyrirtækinu Ipico og er samskonar kerfi notað í mörgum stórum viðburðum erlendis svosem London marþoninu, Wildflower og Escape from Alcatraz þríþrautunum. Auk þess nota ólympíunefndir hjólreiða og þríþrautarsambandana í Bandríkjunum þessi kerfi. Árið 2012 var kerfið notað í 14 keppnum með góðum árangri. Það voru þríþrautir, hlaup, hjólakeppnir og sund.

Hægt er að leigja kerfið. Ef áhugi er á því hafið samband við Viðar B. Þorsteinsson vidarpedi(hjá)gmail.com eða Bertel I. Arnfinsson bertelingi(hjá)gmail.com.