Þríþrautarfélag Kópavogs

Markmið félagsins er að stuðla að uppbyggingu þríþrautar í Kópavogi og á Íslandi.
Grunnurinn í starfsemi félagsins eru sundæfingar innan sunddeildar Breiðabliks þar sem Hákon Jónsson þjálfar.
Samstarf er um hjólaæfingar við hjólreiðadeild Breiðabliks þar sem æft undir stjórn Margrétar Pálsdóttur, Viðars B. Þorsteinssonar og Hákons Hrafns Sigurðssonar. Hlaupaþjálfun er undir stjórn Ívars Trausta Jósafatssonar.
 

Félagið stendur fyrir Kópavogsþríþrautinni sem er elsta þríþrautarkeppni sem haldin hefur verið samfleytt á Íslandi. Hún hefur einnig verið sú fjölmennasta og 2012 voru skráðir keppendur 110 . Að auki hefur verið boðið upp á barna- og fjölskylduþríþraut 201. Þá heldur félagið í samstarfi við sunddeild Breiðabliks, Þorláksmessusundið sem er 1500 metra sundmót að morgni Þorláksmessu. Þetta sundmót hefur verið haldið síðan 1990. Í september heldur Þríkó Firmakeppni Íslands í þríþraut þar sem fyrirtæki keppai um tiltilinn Fimameistari íslands í þríþraut  og bikarinn "Hlunkinn".

Þeir sem eru áhugasamir um þríþraut og vilja taka þátt í starfseminni eða keppa undir merkjum félagsins hafið samband við stjórnarmenn.

Stjórn félagsins 2016-2017:
Formaður:Rannveig Anna Guicahrnaud rannveig.guicharnaud(hjá)gmail.com  fs. 6959493
Gjaldkeri: Margrét Ágústsdóttir margretagusts(hjá)gmail.com 
Ritari: Guðmundur Ingi Guðmundsson gig4(hjá)hi.is
Meðstjórnandi: Viðar Bragi Þorsteinsson vidarpedia(hjá)gmail.com fs. 6641887
Meðstjórnandi: Friðrik Guðmundsson fridrikgudm(hjá)gmail.com
Meðstjórnandi: Steinþóra Þórisdóttir steinthora(hjá)vistor.is
Meðstjórnandi: Árni Einarsson arnieinarsson0(hjá)gmail.com