Kjósarspretturinn þríþraut 2013

Laugardaginn 20. Júlí klukkan 9:00 mun Þríkó í samstarfi við Kjósarhrepp og Kaffi Kjós bjóða upp á þríþrautarkeppni við Meðalfellsvatn.

Syntir verða 1500 metrar í Meðalfellsvatni, hjólaðir 15km inn í Hvalfjörð og hlaupnir 5km Hungurflatir inn að Eyjatjörn og til baka. Þetta er jafnt hlutfall greina sem þýðir að einstaklingur jafnvígur í sundi, hjóli og hlaupi ætti að vera nokkurn veginn jafn fljótur með greinarnar þrjár. Veitingar fyrir keppendur verða í boði í Kaffi Kjós að keppni lokinni. Keppnin er liður í undirbúningsferli fyrir heilan Járnkarl sem Þríkó hyggst halda í samstarfi við önnur þríþrautarfélög í ágúst 2014 á svæðinu.

Ráðlagt er að synda í galla en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 13-15°C. Engin sturtuaðstaða er á staðnum en bent er á sundlaugar á Kjalarnesi Klébergslaug (20km) og á Hvalfjarðarströnd á Hlöðum (37km).

Skráning fer fram hér: http://tinyurl.com/kjosartri2013
Skráningargjald er 2000 kr.
Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39, 40-49 og 50+
Mæting er við Kaffi Kjós klukkan 8:00 þar sem afhending keppnisgagna verður, keppnisfundur 8:30

Sundbraut

Hjólabraut

Hlaupabraut