Æfingatímabilið 2013-2014

Við verðum áfram með heildstæðan þríþrautarpakka nú í vetur. Þetta verður byggt upp í kringum sundið en einnig er metnaðarfull dagskrá í hjólreiðum og hlaupi.

Margir í okkar hópi eru á leið í Ironman keppnir næsta sumar og tilvalið að slást í hópinn ef áhugi er fyrir slíku.

Innifalið:

Árskort í sundlaugar KópavogsÁrskort í Actic heilsurækt, lyftingar og allir hóptímar, Jóga, Spinning etc.

Sundæfingar hjá Breiðablik 3 æfingar í viku þar af tvær með þjálfara. Karl Pálmason þjálfar.Karl er fyrrverandi landsliðsmaður í sundi, Bootcamp þjálfari og þjálfar þrek og sund hjá Afrekshópi Breiðabliks. Mánudaga 19:00 og miðvikudaga 19:00 en möguleiki að mæta 5:30 eða 6:00 tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum. Laugardögum klukkan 10:30

Hjólaæfingar með Hjólamönnum, Sunnudaga 8:30 og fimmtudaga 17:30. Þríþrautaræfing á spinninghjólum inni í Actic á þriðjudögum 18:30, 60-90 mínútur. Viðar þjálfar á þriðjudögum og sunnudögum. Þjálfari Hjólamanna 2011-2014.

Hlaupaæfingar, hlaupaprógram fyrir ákveðnar keppnir og/eða fyrir allan veturinn. Löng hlaup á laugardögum klukkan 8:00 eða 9:00 Einar/Viðar og samvinna við Bíddu aðeins. Sprettæfingar á Kópavogsvelli/Actic á fimmtudagsmorgnum kl. 6:00 eða 6:30.

Aðgangur að 2 sund/kayakbekkjum af fullkomnustu gerð fyrir tækniæfingar og/eða styrktaræfingar á opnunartíma heilsuræktar. Í samvinnu við sunddeild.

Niðurgreiddar æfingabúðir með fyrirlestrum um orkubúskap, hugarfar ofl. Sund, hjól, hlaup og kayak. Möguleiki að fá þríþrautarprógram fyrir ákveðnar keppnir. Niðurgreidd myndataka og greining á sundmönnum og álagsmælingar í öllum greinum.

Hægt er að fá nótu vegna íþróttastyrks.
Verð fyrir allan pakkan 64.000-,

Æfingatöflu fyrir veturinn má finna hér

Hægt er að skrá sig hérna