Sumarnámskeið í sundi 2017

Sunddeild Breiðabliks býður í sumar upp á sundnámskeið Breiðabliks í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki í laug. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa. Fyrsta námskeiðið hefst 12. júní og því síðasta lýkur 21. júlí.

Námskeið 2: 26. júní – 7. júlí, 10 dagar verð 12.000,- kr. (Kópavogslaug ogSalalaug)

Kópavogslaug

kl:8:00-8:45 börn 2010-2011  uppselt ! 
kl:8:45-9:30 börn 2009-2010-2011
kl:9:30-10:15 börn 2011-2012
kl:10:15-11:00 börn 2007--2008-2009
kl:11:00-11:45 börn 2004-2005-2006
kl:12:30-13:15 börn 2010-2011-2012
kl:13:15-14:00 börn 2007-2008-2009
kl:14:00-14:45 börn 2010-2011-2012

Salalaug

kl:8:00-8:45 börn 2011-2012
kl:8:45-9:30 börn 2007-2008-2009
kl:9:30-10:15 börn 2010-2011-2012
kl:10:15-11:00 börn 2007-2008-2009
kl:11:00-11:45 börn 2007-2008-2009
kl:12:30-13:15 börn 2010-2011-2012
kl:13:15-14:00 börn 2007-2008-2009
 kl:14:00-14:45 börn 2010-2011-2012

Námskeið 3: 10. Júlí – 21. Júlí 10 dagar verð 12.000,- kr. (aðeins í Salalaug)

kl:8:00-8:45 börn 2010-2011-2012
kl:8:45-9:30 börn 2007-2008-2009
kl:9:30-10:15 börn 2010-2011  Uppselt !
kl:10:15-11:00 börn 2007-2008-2009
kl:11:00-11:45 börn 2007-2008-2009
kl:12:30-13:15 börn 2010-2011
kl:13:15-14:00 börn 2007-2008-2009
kl:14:00-14:45 börn 2010-2011


10 börn í hóp. Kennslan fer fram í innilaug Salalaugar í Íþróttamiðstöðinni Versölum og í barnalauginni í innilaug Sundlaugar Kópavogs á Kársnesi sem er svipaðrar gerðar. Til að gera kennsluna árangursríka er miðað við að aldrei séu fleiri en 10 börn í hverjum hópi. Lengd hverrar kennslustundar er 45 mínútur (með tímanum sem tekur að fara ofaní)

Yngri börn - fædd 2012 og 2011:
Námskeið fyrir leikskólabörn sem ekki hafa notið reglulegrar sundkennslu. Börnin eru markvisst búin undir kennslu sundtakanna og lögð áhersla á að auka sjálfstraust og vellíðan þeirra auk leikni og jafnvægis í lauginni.

Eldri börn - fædd 2010, 2009 og 2008:
Fyrir börn sem hafa sótt eitt eða fleiri námskeið í skólasundi. Aðaláhersla er lögð á kennslu sundtakanna og að koma börnunum á flot, auk þjálfunar þeirra sem lengra eru komin.

Börn  fædd 2007, 2006 og 2005:
Stuðningskennsla fyrir börn sem misst hafa úr skólasundi og dregist aftur úr í sundgetu, miðað við jafnaldra sína.

Ábendingar til foreldra.

Góður undirbúningur barnanna stuðlar að hámarks árangri og ánægju af námskeiðunum. Þar gegna foreldrar veigamiklu hlutverki. Við viljum því benda á eftirfarandi:

Æskilegt að fara með barn í sund 2 –  3 sinnum fyrir námskeið til þess að kynna þeim aðstæður, áður en námskeið hefst.
Búið börnin undir að geta háttað sig og klætt sem mest sjálf. Baðverðir og aðstoðarfólk verður þeim samt til aðstoðar í búningsklefum/sturtuklefum ef á þarf að halda.
Kennið börnunum að þurrka sér með handklæði, það vefst fyrir mörgum þeirra að þurrka sér um hár, bak og fætur.

Innritun fer fram á vef Sunddeildar Breiðbliks: http://breidablik.felog.is
VISA/EURO þjónusta er við innritun.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Kolbrúnu í síma 895-7394 frá 20. maí á milli kl. 14:00 og 17:00. Einnig er hægt að beina fyrirspurnum í .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Niðurgreiðsla æfingagjalda 2017
Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára frístundastyki vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Starfið þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra leiðbeinenda. Meginskilyrði styrkjanna er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og nái yfir 10 vikur samfellt hið minnsta þannig að sumarnámskeið í sundi eru ekki styrkhæf.

Sunddeild Breiðabliks áskilur sér rétt til að breyta uppröðun hópa eftir þörfum.