fbpx

Sundnámskeið

SUNDSKÓLI BREIÐABLIKS FYRIR 3-8 ÁRA

Skráning er hafin fyrir vorönn 2024!

Ný námskeið/æfingar hefjast 19. febrúar.

Æft er 2x og hægt er að velja 6, 12 eða 18 vikur.

Smellið hér til að skrá iðkanda í sundskólann

Fyrir 1., 2. og 3.stig er hægt er að velja Salalaug(þri og fim) eða Kópavogslaug(mán og mið).

Í boði eru eftirfarandi æfingatímar:

16.00-16.30

16.40-17.10

17.20-17.50

18.00-18.30

Fyrir 4.stig er einungis hægt að velja 16:30-17:10 eða 17:20-18:00 á þri og fim í Kópavogslaug.

Athugið að hámarksfjöldi í hvern hóp eru 5-8 iðkendur og því líklegt að hóparnir verði fljótir að fyllast.


Hérna fyrir neðan eru upplýsingar um markmið og uppsetningu á námskeiðum það er mikilvægt að miðað sé við eftirfarandi atriði bæði þegar kemur að laugarlengd, vatnsdýpi, lengd tíma og þáttakendur í hverjum hóp.

Börn færast ekki upp um hóp fyrr en að hafa náð tækniatriðum í hverjum hóp geta verið 1-3 námskeið á hverju stigi.

Stig 1

Lykiláhersla:

Vatnsöryggi

Að læra að fljóta án aðstoðar á kvið og baki

Spark á bakka

Vatnsöryggi æfingar og leikir

Laugardýpt: 0,5m Salalaug (börn verða að ná í botn laugar)

Notað rými: 5m

Stig 2

Lykiláhersla:

Spark/Skriðsundfætur og líkamsstaða á kvið og baki

Skriðsund og Baksund með núðlur eða armhringi

Vatnsöryggi æfingar og leikir

Laugardýpt: 0,5 – 1m

Laugarlengd: 8m

Stig 3

Lykiláhersla:

Skriðsund – að læra að anda

Baksund – líkamsstaða & fótatök

Vatnsöryggi æfingar og leikir

Laugardýpt: 1m

Laugarlengd: 10m

Stig 4

Kynning á bringusundsspyrnu

Lykiláhersla:

Skriðsund – Handartak í jafnvægi með réttri öndun

Baksund – Líkamsstaða & fótatök

Bringusund– kynning á fótataki

Vatnsöryggi æfingar og leikir

Laugardýpt: 1m

Hámarks laugarlengd: 12,5 – 16m


Ábendingar til foreldra:  Góður undirbúningur barnanna stuðlar að hámarks árangri og ánægju af námskeiðunum. Þar gegna foreldrar veigamiklu hlutverki. Við viljum því benda á eftirfarandi að æskilegt að fara með barn í sund 2 – 3 sinnum fyrir námskeið til þess að kynna þeim aðstæður, áður en námskeið hefst. Allir foreldar eru velkonir að horfa á kennsluna af bakkanum en foreldrar fara ekki ofaní með börnunum.  Ekki er ætlast til að börnin fari á salernið þegar að kennsla stendur yfir í 40 mín.  Setjið börnin á salernið áður en lau koma í laugina.  Kennarar senda börnin ekki ein inn í klefa á meðan kennsla er í gangi.  Við sækjum hópinn í andyri laugarinna og forráðamenn fylgja börnum sínum í gegnum klefann og taka á móti þeim þegar að tíminn klárast.  Þegar foreldrar fylgja börnum sínum í gegnum klefan, þarf að kenna þeim að slökkva og kveikja á sturtunni, nota sápu, hvernig á að þurka sér á handklæði og ekki gleymist að taka sundföt og sundglerauau inn að sturtu og heim.  Börnin þurfa að læra/geta ratað sjálf úr sturtunum að innisundlauginni. (þetta á aðalega við um yngstu börnin).  Minnum á að öll börn sem koma á sundnámskeið hjá sunddeild Breiðabliks eiga að vera með sundgleraugu og ef barnið er með sítt hár er æskilegt að vera með teygju eða sundhettu.  Stúlkur eiga að vera í sundbol og strákar í sundskýlu, ekki stuttbuxum, þær verða þungar í vatninu og á þá barnið mun erfiðara með að gera æfingar og hreyfinar í vatninu.  Ef foreldri/forráðamenn ætla í sund á meðan barnið er í tíma þarf að greiða almennt gjald laugarinnar. 

Niðurgreiðsla æfingagjalda / námskeiðsgjalda
Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára frístundastyki vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Starfið þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra leiðbeinenda. Meginskilyrði styrkjanna er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og nái yfir 10 vikur samfellt hið minnsta.