Spánarferð ágúst 2018

Sundferð til spánar ágúst 2018

Tilboð í æfingaferð fyrir sundeild Breiðabliks ca. 7 til 18 ágúst 2018 til Mataró á Spáni. Innifalið: Flug Kef – BCN – Kef, akstur til og frá flugvelli á Spáni, gisting á 3* hóteli í 9 nætur með fullu fæði (morgun, hádegi og kvöld), 2 x 2 tímar æfingar í 8 daga á 4 brautum. Ferðatilhögun: 7 ágúst: Flogið út kl. 09:00 um morgun og lent í Barcelona ca. 15:30. Rútuferð tekur ca. 35 mín. og ætti komutími á hótelið að vera ca. 17:15. Æfingar tvisvar á dag 8 til 15 ágúst kl. 08:00 – 10:00 og 15:00 – 17:00 (getum skoðað annan tíma)
18 ágúst: Kl. 12:00 brottför frá hóteli og komið á flugvöll ca. 12:45 og flogið heim kl. 15:30 og lent í Kef. 18:00 Verð fyrir sundhóp í tveggja og þriggjamanna herbergjum kr. 172.800,- einn í herbergi bætast við kr. 28.000,-

Til að staðfesta ferðina skal leggja inná reikning 322-13-5700 kt 430591-1429   35.000 kr , hafa skal skýringu sem er þá nafn á iðkenda . 

Sundlaugin

Áætlað er að fara í sundlaugagarð einn daginn eftir morgunæfingu og hálfan dag í búðir að versla. Það þarf að greiða staðfestingargjald sem er 35þús á mann. A og B hópar fara og einnig þeir sem eru nýfluttir yfir úr C hóp.
Þeir sem eru yngri en 12 ára verða að vera í fylgd með foreldri. Við þurfum nafnalista með kennitölum sem fyrst sem og herbergjaskipan. (2-3 saman) Ath. Ef þið eruð 32 eða fl. þá fáið þið frítt fyrir 2 í tveggjamanna herbergi(þjálfarar) Þarf að fá upplýsingar hjá þér varðandi pakka fyrir foreldra svo ég geti látið þið hafa tilboð fyrir þau.
 

Hótelið heitir New Hotel Colón