Garpar

Hlökkum til að sjá þig.

Sunddeild Breiðabliks er með eina öflugustu garpadeild landsins. Garpasund er skemmtileg og holl hreyfing sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri frá 20 ára og eldri. Garpasundið hefur upp á margt að bjóða og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Síðast en ekki síst ber að nefna heita pottinn sem er ástríða margra og ein bestu veðlaun sem í boði eru eftir góða æfingu.

Þjálfarinn okkar er Hákon Jónsson, 32 ára sundkarl, alinn upp í lauginni hjá Sunddeild Breiðabliks. Hann er fyrrverandi afreksmaður í sundi, býr yfir mikilli reynslu og er fær í flestan sjó. Hákon er menntaður íþróttafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og hefur srarfað við þjálfun og kennslu frá árinu 2005.

Æfingapakkar 2017-2018
- Garpasund: 32.990,-  3 sundæfingar í viku með þjálfara, mánudagur og miðvikudagur kl. 19:30 og laugardagur kl. 11:00. Ókeypis aðgangur er í sundlaugina einungis á æfingatíma.
- Garpasund með árskorti: 47.990,-  3 sundæfingar í viku með þjálfara, mánudagur og miðvikudagur kl. 19:30 og laugardagur kl. 11:00. Árskort í Sundlaugar Kópavogs fylgir.

Æfingatímar
Mánudagur og miðvikudagur kl. 19:30 og laugardagur kl. 11:00 í Sundlaug Kópavogs

Skráning á https://breidablik.felog.is

 

Ef áhugi er á því að koma og prófa hjá okkur sundæfingar þá er það meira en velkomið. Sendið póst á .(JavaScript must be enabled to view this email address)