Garpar

Sunddeild Breiðabliks er með eina öflugustu garpadeild landsins. Garpasund  er skemmtileg og holl hreyfing sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri frá 20-100 ára. Við tökum þátt í öllum garpamótum sem í boði eru hérlendis svosem Þorláksmessusundinu (sem við höldum), íslandsmóti garpa, Garpamótinu okkar og garpamóti Ægis. Þá hafa farið keppendur frá okkur á norðurlandamót garpa og við stefnum á næsta norðurlandamót sem haldið verður í Færeyjum 2015. Við höldum einnig skriðsundsnámskeið fyrir byrjendur eða þá sem vilja hressa upp á sundkunnáttuna og slík námskeið hefjast á reglulega allan veturinn. Skriðsundsnámskeið er heppilegur inngangur í garpasundið en ekkert skilyrði.

Garpasundið er hluti af starfsemi Þríkó, þríþrautarfélags Kópavogs. Þríkó er líka á Facebook

 

Ef áhugi er á því að koma og prófa hjá okkur sundæfingar þá er það meira en velkomið. Sendið póst á 3thrico(hjá)gmail.com