Æfingagjöld tímabilið 2017-2018

Hópur Æfingagjöld Þjónustugjald SSÍ Einstaklingsgjald SSÍ Heildarupphæð Æfingatímabil 
A 130.400,- 7.000,- 3.100,- 140.500,- 08.08.17-01.07.18
B 110.900,- 7.000,- 3.100,- 121.000,- 21.08.17-01.07.18
C 100.900,- 7.000,- 3.100,- 111.000,- 21.08.17-31.05.18
D 81.900,- 7.000,- 3.100,- 92.000,- 04.09.17-31.05.18
E 55.900,- ekkert gjald 3.100,- 59.000,- 04.09.17-31.05.18
F 15.000,- ekkert gjald ekkert gjald 15.000,- 6 vikna námskeið
F 30.000,- ekkert gjald ekkert gjald 30.000,- 12 vikna námskeið
Garpar 41.000,- ekkert gjald ekkert gjald 41.000,- 01.09.17-30.06.18
Þríkó án sunds 51.000,- ekkert gjald ekkert gjald 51.000,- eitt ár frá skráningu
Þrikó 75.000,- ekkert gjald ekkert gjald  75.000,- eitt ár frá skráningu

Hafa skal í huga að skráning er bindandi fyrir sundtímabilið og endurgreiðir Sunddeildar Breiðabliks ekki æfingargjöld. 

Skráning og upplýsingar um skráningu má finna hér: Skráning og greiðsla.
Athugið að upphæðin sem birtist í Nóra er fyrir allt tímabilið einnig þarf að hafa í huga sé barn skráð í C, D, E, F hóp þá þarf að passa að velja viðeigandi sundlaug í Nóru kerfinu. Hafið samband við Guðjónu á .(JavaScript must be enabled to view this email address) ef iðkandi byrjaði um áramótin á æfingatímabilinu. 
Þjónustugjald og einstaklinsgjald Sundsamband Íslands er innheimt af öllum sundfélögum á landinu. Þessi gjöld notar SSÍ til að þjónusta sundfélög og iðkendur.

Innifalið í æfingagjöldum:
Mótgjald er upphæð sem er greidd fyrir hvern sundmann á sundmótum. Gjaldið er 400 – 800 kr. fyrir hverja grein sem synt er. Þess vegna er mikilvægt að allir sem skráðir eru til keppni mæti og syndi sínar greinar eða láta vita með góðum fyrirvara að viðkomandi komist ekki á mótið.

Greiðsla æfinga- og skráningagjalda:
Æfinga- og skráningagjöld á að greiða við upphaf æfingatímabils eða við skráningu í félagið og greiðast fyrirfram. Nýir iðkendur fá viku reynslutíma.
Greiðslufyrirkomulag:
Mögulegt er að greiða æfingagjaldið með eftirfarandi hætti:
1. Með greiðslukortasamningi (VISA/EURO). Æfingagjaldið skiptist jafnt allt að 6 mánuði.
2. Með greiðsluseðli (pappírslaust). Æfingagjaldið skiptist jafnt allt að 6 mánuði.
 

Niðurgreiðsla æfingagjalda 2017
Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára frístundastyki vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Starfið þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra leiðbeinenda. Meginskilyrði styrkjanna er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og nái yfir 10 vikur samfellt hið minnsta. Styrkur fyrir þátttöku í einu tómstunda- og íþróttatilboði, getur orðið allt að kr. 40.000 á ári.
Frá og með hausti 2015 verður greiddur styrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 1997-2010.

Sjá nánar um frístundastyrki:
http://www.kopavogur.is/thjonusta/tomstundir/fristundastyrkir/