Viltu æfa skíði

Skíði

  • Skíðaíþróttin er fyrir alla fjölskylduna
  • Skíðaíþróttin er holl hreyfing og útivera
  • Skíðaíþróttin er frábær samvera foreldra og barna
  • Skíðaíþróttin er einstaklingsíþrótt, en liðsheildin skiptir þó sköpum

Snjóbretti

  • Snjóbrettaiðkun er fyrir alla fjölskylduna
  • Snjóbrettaiðkun er holl hreyfing og útivera
  • Snjobrettaiðkun er frábær samvera foreldra og barna
  • Snjóbrettaiðkun er einstaklings iðkun þar sem liðsheild og gleði er í fyrirrúmi

Skíði

Við hvetjum öll börn sem hafa áhuga á því að æfa skíði að prófa að mæta á æfingu hjá okkur þeim að kostnaðarlausu og án skuldbindingar. Það er hægt að byrja hvenær sem er á æfingatímabilinu og það verður tekið vel á móti öllum nýjum iðkendum. Misjafnt er hvenær börn eru tilbúin að æfa skíði en almennt er miðað við að þau séu orðin 5 ára.

Áður en snjór kemur í fjöllin fara inniæfingar fram á auglýstum æfingatímum. Þá er einfaldlega hægt að mæta á æfingu og gefa sig fram við þjálfara.

Skíðaæfingar í fjalli eru eðli máls samkvæmt háðar aðstæðum og veðri. Æfingatímar geta því verið breytilegir og þjálfarar lesa upplýsingar um æfingar á símsvara deildarinnar.

Gott er að hafa samband við þjálfara áður en mætt er á fyrstu æfingu í Bláfjöllum, en einnig er hægt að mæta tímanlega fyrir æfingu í Breiðabliksskálann.

Þeim sem eiga ekki skíðabúnað er bent á að skíðaleiga er í Bláfjallaskálanum. Þá er oft hægt að fá notuð skíði í gegnum heimasíðu skíðadeildarinnar undir "spjall".