Skíði

Unglingameistaramót Íslands 2017 á skíðum

Skíðadeild Breiðabliks heldur Unglingameistaramót Íslands 2017 á skíðum þann 7.-10. apríl í Bláfjöllum.

Keppt verður bæði í alpagreinum og göngu en Skiðagöngufélagið Ullur sér um gönguskíðahluta mótsins.

Keppendur koma alls staðar að af landinu, alls á annað hundrað unglingar á aldrinum 12-15 ára.

Keppendur í alpagreinum má finna hér : https://motakerfi.ski.is/

Hægt verður að fylgjast "live" með tímatöku í alpagreinum hér : http://www.vola-racing.com/skialppro/reykjavik/

Fylgist með okkur á Facebook https://www.facebook.com/UMIblafjoll2017/?rc=p  þar verða myndir og nýjustu fréttir!

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #