Um deildina

Skíðadeild innan Breiðabliks var stofnuð árið 1972.

Skíðadadeild Breiðabliks er ein af öflugustu skíðadeildum landsins og var fyrst allra félaga/deilda á höfuðborgarsvæðinu til að fá viðurkenninguna: Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. TIl að öðlast þessa gæðaviðurkenningu þurfti deildin að uppfylla ströng skilyrði, m.a. um skýr íþróttaleg og félagsleg markmið, starf með þjálfurum, jafnréttismál, fræðslu og forvarnamál og gott foreldrastarf.

Skíðadeildin leggur mikinn metnað í þróttmikið íþrótta- og forvarnastarf fyrir börn og unglinga í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum. Lögð er áhersla á heilbrigða þátttöku hvers og eins iðkanda, sem og þjálfun afreksmanna, þannig að hver og einn fái að njóta sín.

Deildin hefur yfir að ráða úrvals þjálfurum og stórum hóp iðkenda sem hafa unnið mörg góð afrek, m.a. keppt á ólympíuleikum og unnið til fjölda verðlauna á skíðamótum.