Skíðaskálinn

Skíðaskáli Breiðabliks - Skíðamiðstöð Kópavogs
sími 561-7750
 

Umsjónarmaður:

Bergþór Kárason
gsm. 898-1003
.(JavaScript must be enabled to view this email address)

Breiðabliksskálinn er einn glæsilegasti skíðaskáli landsins og tekur um 100 manns í gistingu. Aðbúnaður er allur hinn besti, gott eldhús, huggulegir borðsalir og notalegt gistirými.

Þegar opið er í fjalli um helgar er boðið upp á gistingu fyrir iðkendur frá föstudegi til laugardags. Foreldrafélaga skíðadeildarinnar heldur utan um skálagistingu og taka á móti iðkendum úr fjalli með heitum og saðsömum mat. Haldnar eru kvöldvökur, spilað eða gert eitthvað annað skemmtilegt. Börn átta ára og yngri þurfa að gista í fylgd með foreldri/forráðamanni.

Skálinn er ekki aðeins fyrir iðkendur. Allir eru velkomnir í skálann. Þangað er gott að koma og slappa af eftir skíðamennskuna. Þar eru seldar veitingar og einnig er velkomið að snæða nestið í skálanum. Það er alltaf heitt á könnunni.

Breiðabliksskálinn er einnig leigður út fyrir skólahópa, félagasamtök, fyrirtæki eða einstaklinga allt árið um kring. Staðurinn er heppilegur fyrir fundi, námskeið eða hvers konar samverustundir. Skíðadeildin getur skipulagt skíðamót eða annað eftir óskum hvers og eins. Skálinn er leigður út árið um kring og nánari upplýsingar um útleigu skálans veitir umsjónarmaður.  

Verð á skálagistingu er 2.000 kr á mann á nótt , lágmarksleiga er þó 45.000 kr