Skákþjálfun

Viltu æfa skák oft í viku og stefna á afreksmörk Skáksambands Íslands ?

Skákdeild Breiðabliks í samstarfi við Skákskóla Íslands býður upp á öfluga skákþjálfun með það að markmiði.

Almennar æfingar:
Boðið er upp á æfingatíma í stúkunni við Kópavogsvöll fyrir grunnskólakrakka.
Eldri/reyndari/með skákstig: mánudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30.
Þjálfarar: Helgi Ólafsson (mán&fös), Hjörvar Steinn Grétarsson (fim), Ingvar Þór Jóhannesson (þri) og Lenka Ptachnikova (mið).
Einnig sérstakar æfingar fyrir c.a. 10 ára og yngri:
Mánudaga kl 16-17 (Kórinn, stofa 78)
Þriðjudaga kl 16-17 (Stúkan við Kópavogsvöll)
Fimmtudaga kl 16-17 (Stúkan við Kópavogsvöll)
Þjálfari er Kristófer Gautason 

Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náð grunnfærni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja æfa skák oft í viku að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

Hver iðkandi velur sér eins margar æfingar í viku og henta honum. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir.
Iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mætt í nokkur skipti til að prófa án æfingagjalds.

Fyrsta æfing verður mánudaginn 4.september
Síðasta æfing fyrir jólafrí verður föstudaginn 8.desember.
Fyrsta æfing eftir áramót verður miðvikudaginn 3.janúar
Páskafrí mánudag 26.mars – mánudags 2.apríl.
Síðasta æfing fyrir sumarfrí verður miðvikudaginn 9.mai
Frí er á æfingum alla hátíðisdaga. (fim 19.apríl: Sumardagurinn fyrsti, þri 1.mai: Verkalýðsdagurinn)

Æfingagjöld veturinn 2017-18: (eru styrkhæf sem tómstundastyrkur hjá Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg):
Þrisvar sinnum eða oftar í viku: 30.000kr
Tvisvar sinnum í viku: 20.000kr
Einu sinni í viku: 10.000kr
Skráning í Íbúagátt Kópavogsbæjar: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2fdefault.aspx

Þeir sem byrja eftir áramót fá afslátt sem er þannig að ef æft er tvisvar í viku er valið einu sinni í æfingagjöldunum og ef æft er þrisvar eða oftar er valið tvisvar sinnum !
Þeir sem hafa náð afreksmörkum Skáksambands Íslands fá frítt á allar æfingar og mót hjá Skákdeild Breiðabliks.

Æfingarnar eru í stúkunni við Kópavogsvöll. Gengið inn á jarðhæð í gegnum hlið eins og verið sé að fara á fótboltaleik og þaðan inn í glerbygginguna. Mánudagsæfingarnar fyrir þá yngri í Kórnum eru í stofu nr 78 (Hörðuvalla-skólastofa í Kórnum)

Nánari upplýsingar hjá Halldóri Grétari: .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Afreksmörk SÍ: http://skaksamband.is/?c=webpage&id=487