Skákæfingar í skólum í Kópavogi

Skákkennsla er í mörgum skólum í Kópavogi. Þeir áhugasömustu mæta svo líka á skákæfingar hjá taflfélögum eins og t.d. Skákdeild Breiðabliks og Skákakademíu Kópavogs.

Hérna er yfirlit yfir þá skóla sem voru með skákkennslu og við vitum um. Best er að hafa samband við skákkennarana til að fá upplýsingar um núverandi dagskrá:

Salaskóli:
Kennari: Tómas Rasmus og Birkir Karl Sigurðsson.
Áhersla er lögð á skákstarf í Salaskóla og státar skólinn af nokkrum öflugustu skákmönnum landsins og reyndar heimsins í sínum aldursflokki.
Skáksveit skólans hreppti heimsmeistaratitil sumari 2007. Auk þess hefur skólinn hampað Íslandsmeistaratitlum og Norðurlandameistaratitli.
Skákæfingar eru vikulega.
Nánar: http://salaskoli.kopavogur.is

Álfhólsskóli (veturinn 2016-17):
Kennari: Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna í skák .(JavaScript must be enabled to view this email address)

1. bekkur á mánudögum kl. 14.05-14.45
2. bekkur á mánudögum kl. 13.20-14.00
3. og 4. bekkur á fimmtudögum 13.40-14.20
Á yngsta stigi hefjast 19.9., skráning hjá Ágústu ritara: .(JavaScript must be enabled to view this email address)
Eldri hópar koma í ljós bráðum, líklegast verða opnar æfingar á þriðjudögum og föstudögum beint eftir skóla.

Nánar: http://www.alfholsskoli.is/

Smáraskóli:
Kennari: Björn Ívar Karlsson
1.-4.bekkur: Þriðjudaga kl 14:40 - 15:20 (hópaskipt)
Nánar: http://www.smaraskoli.is

Vatnsendaskóli:
Kennari: Þorsteinn G. Þorsteinsson framhaldskólakennari
2.-7.bekkur: Miðvikudaga kl 17:00-18:45
Skákæfingar Taflfélags Kópavogs hefjast í Vatnsendaskóla miðvikudaginn 23.janúar nk
Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 8203799 og á netfangið .(JavaScript must be enabled to view this email address)
Nánar: http://www.vatnsendaskoli.is/