Æfingatafla og þjálfarar Skákdeildar 2017-18

Þjálfarar veturinn 2017-18

Helgi Ólafsson stórmeistari, FIDE Senior Trainer og skólastjóri Skákskóla Íslands .(JavaScript must be enabled to view this email address)
Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari og FIDE Trainer .(JavaScript must be enabled to view this email address)
Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna .(JavaScript must be enabled to view this email address)
Ingvar Þór Jóhannnesson FIDE meistari og landsliðsþjálfari Íslands .(JavaScript must be enabled to view this email address)
Kristófer Gautason .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Æfingar veturinn 2017-18

Boðið er upp á æfingatíma í stúkunni við Kópavogsvöll fyrir grunnskólakrakka.
Eldri/reyndari/með skákstig: mánudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30.
Þjálfarar: Helgi Ólafsson (mán&fös), Hjörvar Steinn Grétarsson (fim), Ingvar Þór Jóhannesson (þri) og Lenka Ptachnikova (mið).
Einnig sérstakar æfingar fyrir c.a. 10 ára og yngri: mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:00 - 17:00.
Þjálfari er Kristófer Gautason

Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náð grunnfærni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja æfa skák oft í viku að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

Hver iðkandi velur sér eins margar æfingar í viku og henta honum. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir.
Iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mætt í nokkur skipti til að prófa án æfingagjalds.

Fyrsta æfing verður mánudaginn 4.september
Síðasta æfing fyrir jólafrí verður föstudaginn 8.desember.
Fyrsta æfing eftir áramót verður miðvikudaginn 3.janúar
Páskafrí mánudag 26.mars – mánudags 2.apríl.
Síðasta æfing fyrir sumarfrí verður miðvikudaginn 9.mai
Frí er á æfingum alla hátíðisdaga. (fim 19.apríl: Sumardagurinn fyrsti, þri 1.mai: Verkalýðsdagurinn)

Æfingagjöld veturinn 2017-18: (eru styrkhæf sem tómstundastyrkur hjá Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg):
Þrisvar sinnum eða oftar í viku: 30.000kr
Tvisvar sinnum í viku: 20.000kr
Einu sinni í viku: 10.000kr
Skráning í Íbúagátt Kópavogsbæjar: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2fdefault.aspx

Þeir sem byrja eftir áramót fá afslátt sem er þannig að ef æft er tvisvar í viku er valið einu sinni í æfingagjöldunum og ef æft er þrisvar eða oftar er valið tvisvar sinnum !
Þeir sem hafa náð afreksmörkum Skáksambands Íslands fá frítt á allar æfingar og mót hjá Skákdeild Breiðabliks.

Æfingarnar eru í stúkunni við Kópavogsvöll. Gengið inn á jarðhæð í gegnum hlið eins og verið sé að fara á fótboltaleik og þaðan inn í glerbygginguna.

Nánari upplýsingar hjá Halldóri Grétari: .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Afreksmörk SÍ: http://skaksamband.is/?c=webpage&id=487 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #