Þjálfunarfræði

KRAFTLYFTINGAÞJÁLFUNARFRÆÐI.

„SPEED IS KING!” [DR. SQUAT]

„ÞÚ VERÐUR EKKI STERKARI ÆFINGU EFTIR ÆFINGU - ÞÚ VERÐUR STERKARI Í ÁRANNA RÁS!"

[John Kuc - bandarískur margfaldur heimsmeistari og heimsmethafi í kraftlyftingum].

Caveat emptor : Þessi vefsíða um kraftlyftingaþjálfun er í stöðugri vinnslu og er háð breytingum frá færslu til færslu – þá er efni vefsíðu háð undanþágu frá lagalegri ábyrgð er sett er fram neðst á vefsíðu.

Efnisyfirlit þessarar vefsíðu:

I. Prologus.

II. Þjálfaramenntun ÍSÍ.

III. Kraftþjálfunarfræðiheimildir – bækur, tímarit og veflyklar (þrýstiborðar).

IV. Greinar og fræðsluefni um kraftlyftingaþjálfun – myndbönd og veflyklar (þrýstiborðar).

V. Undanþága frá lagalegri ábyrgð.

 

I. PROLOGUS.

Það kemur fram í stofnfundargerð Kraftlyftingadeildar Breiðabliks þann 9. febrúar 2009 að eitt af meginmarkmiðum Kraftlyftingadeildar Breiðabliks verði að efla kraftlyftingaþjálfaramenntun í samstarfi við Kraftlyftingasambands ÍSÍ, Þjálfunar- og Fræðslusvið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) svo og við viðeigandi íslenska og erlenda kraftlyftingaíþróttasérfræðinga, aðra kraftaíþróttasérfræðinga og íþróttaháskólastofnanir.

Stofnmarkmið Kraftlyftingadeildar Breiðabliks er því að útskrifa „kraftlyftingaþjálfara” – „kraftlyftingaeinkaþjálfara” svo og „kraftaþjálfara” sem hafa þekking og sérhæfni til þess að þjálfa almenning, kraftlyftingaíþróttamenn, afreksíþróttamenn í ýmsum íþróttagreinum svo og unga þátttakendur í „Kraftlyftingaþríþraut æskunnar”.

Það er rétt að geta þess hér að náin tengsl eru á milli þekkingar ofangreindra „kraftlyftingaþjálfara” – „kraftlyftingaeinkaþjálfara” svo og „kraftaþjálfara” á Lyfjaeftirlitsreglum ÍSÍ, Lyfjaeftirlitsreglum Alþjóða kraftlyftingasambandsins - International Powerlifting Federation (IPF) og Lyfjaeftirlitsreglum Alþjóða lyfjaeftirltisstofnunar – World Anti-Doping Agency (WADA) sem er jafnframt forsenda fyrir lögmæti ofangreindra starfstitla.

Það verður og stefnt að því að starfsheitin „kraftlyftingaþjálfara” – „kraftlyftingaeinkaþjálfara” svo og „kraftaþjálfara” verði opinberlega viðurkennd af ÍSÍ svo og af opinberum aðilum. Það getur verið vel launuð framtíðaratvinna „kraftlyftingaþjálfara” – „kraftlyftingaeinkaþjálfara” svo og „kraftaþjálfara” að þjálfa íslenska kraftlyftingamenn eða aðra íþróttamenn svo og almenning einsog tíðkast erlendis þar sem „kraftaþjálfarar” starfa hjá atvinnufrjálsíþróttaliðum (einstaklingum), atvinnuruðningsliðum, atvinnuknattspyrnuliðum, atvinnuhandboltaliðum, atvinnukörfuboltaliðum, atvinnublakliðum og atvinnuhnefaleikamönnum o.fl.

Þá verður þróunin væntanlega verður hér á landi að sérhver kraftlyftingadeild verður með kraftlyftingaþjálfara á sínum vegum og greiðir henni (honum) starfslaun.

 

II. ÞJÁLFARAMENNTUN ÍSÍ (heimasíða – veflykill) :

Þjálfaramenntun ÍSÍ fer fram í samvinnu við viðkomandi sérsamband eða sérgreinanefnd ÍSÍ einsog Kraftlyftingasamband ÍSÍ. Námið skiptist í almennan hluta sem Þjálfarastig ÍSÍ sér um í þremur stigum og sér Þjálfarastig ÍSÍ um helming námsins á hverju stig en sérsamband eða sérgreinanefnd ÍSÍ sér um hinn helming náms á hverju stigi.


Nám á 1. Stigi Þjálfarastigs ÍSÍ fer fram með fjarnámi eða með námi á framhaldsskólastig og tekur alls 8 vikur og kostar í dag u.þ.b. 24.000 kr. með námsgögnum - en 2. Stig og 3. Stig eru nokkuð dýrari enda notuð dýrari kennslugögn (krónutölur settar fram án ábyrgðar).

Tekinn eru skrifleg og verkleg próf undir umsjón Þjálfarastigs ÍSÍ og Fræðslustjóra ÍSÍ og viðkomandi sérsambands eða sérgreinanefnds ÍSÍ.

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur þegar hafið drög að samstarfi við ÍSÍ á kraftþjálfunarsviði og við aðra íþróttasérfræðiaðila.

Nánari upplýsingar um Þjálfarastig ÍSÍ (veflykill):

http://www.isi.is/?ib_page=134&iw_language=is_ISÞjálfarastig ÍSÍ (þrýstiborðar) :

ÍSÍ-Þjálfari 1

ÍSÍ-Þjálfari 2

ÍSÍ-Þjálfari 3

 

Sviðsstjóri Fræðslusviðs ÍSÍ (veflykill) :

http://www.isi.is/?ib_page=99&iw_language=is_IS


Hr. Viðar Sigurjónsson, Fannagil 24, 603 Akureyri


hs. 461-5225 - gsm. 863-1399

Vefpóstur: .(JavaScript must be enabled to view this email address)


Þjálfarastyrkir ÍSÍ:

„ÍSÍ tók upp þá nýbreytni fyrir nokkrum árum að auglýsa styrki til þjálfara til þess að þeir geti sótt sér menntun og kynningu á íþróttastarfi erlendis. Það er skemmst frá því að segja að þeirri nýbreytni hefur verið afar vel tekið.”

[Heimild: Vefsíða ÍSÍ – Styrkir]


Umsóknareyðublað fyrir þjálfarastyrk ÍSÍ [þrýstiborði]

Umsóknareiðublað fyrir þjálfarstyrk ÍSÍ (veflykill) :

http://www.isisport.is/isinew/um_isi/eydublod/thjalfst.pdf

 

III. KRAFTÞJÁLFUNARFRÆÐIHEIMILDIR – BÆKUR, TÍMARIT OG VEFLYKLAR (ÞRÝSTIBORÐAR).

Grundvallarfræðirit:

 

Frederick C. Hatfield

Powerlifting: A Scientific Approach (Chicago 1981 : Útgefandi: Contemporary Books – ISBN: 0809270021)

„Biblía” allra kraftlyftingamanna – byltingarrit sem ennþá er á undan sinni samtíð. Dr. Frederick C. Hatfield, PhD. ber heiðursnafnbótina „DR. SQUAT” („Doktor Hnébeygja”) með réttu en hann átti um tíma heimsmet í fjórum þyngdarflokkum samtímis ásamt því að verða tvívegis heimsmeistari í kraftlyftingum. Hann er doktor í íþróttaþjálfunarvísindafræði og hefur verið aðstoðarprófessor við virtan bandarískan háskóla. Þá var DR. SQUAT ritstjóri Muscle&Fitness um árabil svo og ritstjóri SPORTS’ FITNESS (nú Men’s Fitness) ásamt því að skrifa og gefa út á fjórða tug bóka um íþróttaþjálfunarfræði og rita fræðigreinar í mörg kraftaíþróttatímarit einsog IRON MAN, MUSCLE MAG, POWERLIFTING USA o.fl. DR. SQUAT hefur þjálfað heimsmeistara í kúluvarpi o.fl. greinum frjálsíþrótta, heimsmeistara í hnefaleikum, margfaldan heimsmeistara í vaxtarrækt (Mr. Olympia) o.fl. Dr. Frederick C. Hatfield, PhD kom til Íslands í fyrirlestrar- og þjálfunarfræðsluferð í tvö skipti á níunda áratug tuttugustu aldar og hefur haft mikil áhrif á þjálfunaruppbyggingu bestu kraftlyftingamanna Íslands.


Frederick C. Hatfield

Power: A Scientific Approach (Chicago 1989 : Útgefandi: Contemporary Books – ISBN: 0809244330)

Frederick C. Hatfield

Ultimate Sports Nutrition (Chicago 1987 : Útgefandi: Contemporary Books – ISBN: 0809248875)

Frederick C. Hatfield

Hardcore Bodybuilding: A Scientific Approach (Chicago 1993 : Útgefandi: Contemporary Books – ISBN: 0809237288)

Vladimir M. Zatsiorsky

Science and practice of strength training [Þýðing úr rússnesku: William J. Kraemer] (Champaign, IL 2. útg. 2003: Útgefandi: Human Kinetics - ISBN: 0736056289)

Vladimir M. Zatsiorsky, er sovéskur íþróttavísindamaður sem þjálfaði marga af ólympíumeisturum Sovétríkjanna (nú Rússlands) en starfar nú sem vísindaprófessor í Bandaríkum Norður-Ameríku. Hann miðar þjálfunarfræði mikið við þjálfun lyftingamanna (snörun og jafnhending) og kastara í frjálsum með hætti sem nýtist kraftlyftingamönnum „eins og við á” (mutatis mutandis).


Frédéric Delavier

Strength Training Anatomy [Þýðing úr frönsku: Guide de mouvements de musculation] (Champaign, IL 2. útg. 2006 : Útgefandi: Human Kinetics – ISBN: 0736063684)Barney Groves

Powerlifting (Champaign, IL 2000 : Útgefandi: Human Kinetics – ISBN: 0880119780)

 

KRAFT-BLAÐIÐ – 1. tbl. – 1. árg. 1985 [Ritstjóri: Halldór Eiríkur S.[igurbjörnsson] Jónhildarson] (Útgefandi KRAFT) (veflykill á PDF-skjal) 

 


Veffræðilyklar og þrýstifræðiborðar:

Vefsíða Íslandsvinar okkar - dr. Frederick C. Hatfield, PhD. – DR. SQUAT :

http://drsquat.com/index.php

Þjálfunarkerfi Norska kraftlyftingasambandsins – Norges StyrkelÆft Forbund (NSF) :

http://www.styrkeloft.no/treningsprogram

Vefsíða Bandarísku Krafta- og Líkamsræktarsambandsins (Bandaríkja Norður-Ameríku) – National Strength and Conditioning Association (NSCA) :

http://www.nsca-lift.org/

Vefsíða Texas-háskóla, Austin, Texas - The H.J. Lutcher Stark Center for Physical Culture and Sports - The Department of Kinesiology & Health Education / The College of Education (vefsíða um ýmis háskólafræði kraftaíþrótta) :

http://www.starkcenter.org/index.php

 

IV. GREINAR OG FRÆÐSLUEFNI UM KRAFTLYFTINGAÞJÁLFUN – MYNDBÖND OG VEFLYKLAR (ÞRÝSTIBORÐAR).

SPRENGIKRAFTUR!

[Grein upphaflega birt 2. apríl 2009 á vefsíðu Kraftlyftingadeildar]


Hvernig stekk ég hærra – hvernig hleyp ég hraðar – og hvernig lyfti ég meiri þyngdum?

Kraftlyftingar veita þér svarið! - Því að með því að blanda saman grunnæfingum fyrir kraftlyftingahnébeygjur og réttstöðulyftu við sérstaka „mælda-hámarks [snerpuþjálfun]” (*sjá að neðan) þá er unnt að bæta stökkkraft um tugi sentimetra og spretthraða eður sprengikraft um sekúndur eða sekúndubrot.

Kraftlyftingamenn æfa grunnæfingar fyrir fótastyrk með svonefndum „hátt-uppi-með-stöng-hnébeygjur” (e. „high-bar squat”) þar sem lyftingastöng er borin á herðum en ekki niðri á baki eins og í kraftlyftingahnébeygjum – og notuð er þrengri fótastaða til þess að leggja áherslu á lærvöðva framan á fæti.

Þá taka kraftlyftingamenn réttstöðulyftu með beinum fótum sem aukaæfingum – „stíffótaréttstöðulyftu” (e. „stiff-legged dead-lifts”) fyrir fótavöðva aftan á fæti og fyrir rassvöðva.

Þá er algengt að kraftlyftingamenn noti kraftavendu (e. „power-clean”) sem upphitun til þess að viðhalda og auka snerpu eða sem séræfingu ásamt kraftavendutogi (e. „high-pulls”) á móti þunga réttstöðulyftudeginum.

Kraftavenda og kraftatog eru gjarnan æfð með færri endurtekningum en aðrar æfingar eða þrjár til ein endurtekning með yfir 80% af áætluðu hámarki – og æfðar fimm umferðir með æfingaálagsþyngdir af hvorr æfingu. Gjarnan eru notaðar ólar til þess að tryggja gripið og aðstoða við útfærslu æfinga.

Endurtekningar við æfingar eru á milli þrjár og átta eftir því hvar á æfingaferli viðkomandi íþróttamaður er: fyrst í tíu vikna æfingauppbyggingu eru endurtekningar átta og teknar fimm umferðir – síðast í ferli eru endurtekningar þrjár og áfram fimm umferðir.

Þá koma fjórar vikur af hámarksþyngdum í kraftlyftingahnébeygjum og réttstöðulyftu og í 15. viku er tekin hámarksþyngd á æfingu eða kraftlyftingamóti. Þeir sem eru að æfa aðrar íþróttir taka hins vegar fremur hámarksæfingu í stökkkrafti – keppa í stökkgreinum eður spretthlaupum frjálsra íþrótta – eða stinga varnarmenn andstæðinga sinna hreinlega af og skora sigurmarkið.

Það er rétt fyrir iðkendur þeirra æfinga er hér eru nefndar að velja æfingaþyngdir þannig að unnt verði að lyfta með hámarkshraða en ekki með hægu streði – því að hámarksaflstreð kemur af sjálfu sér í lokakafla þegar hámarksþyngdir eru teknar (síðustu fjórar til fimm vikurnar).

Það er rétt við sprengikraftsþjálfun að blanda saman sprengikraftsæfingum (e. „explosive strength training exercises”) og hámarkskraftsæfingum (e. „absolute” eður „limit strength training exercises”) því hvort þjálfunaraðferðin styður hina því tengsl eru á milli hámarksstyrks og þess sprengikrafts er vöðvar mynda.

Dæmi: Þegar stokkið er niður úr tveggja metra hæð á mjúka dýnu eru það hámarkskraftur er vöðvarnir nota til þess að „grípa stökkið” en þegar hoppað er til baka upp er það sprengikraftur vöðvana sem tekur við – þetta er algengt hreyfimynstur í öllum íþróttahreyfingum – knattspyrnumaður bremsar eftir sprett – nær boltanum – og snýr á varnarmann með því að breyta snöggt um hlaupastefnu.

Þessi mynd sem að ofan greinir af þjálfunarferli til sprengikrafts er auðvitað einfölduð mynd og fleiri æfingar á æfingur eru að jafnaði gerðar svo og fleiri æfingar í viku en tvær – en þessar sprengikraftsæfingar eru erfiðar og ætti ekki að ofhlaða þær með mikið fleiri æfingum – heldur dreifa þjálfun á öðrum líkamshlutum á aðra þjálfunardaga hverrar viku.

*Hin „mælda-hámarks [snerpuþjálfun]” (e. plyometrics – gríska: „plythyein”= „auka” eða „hækka” – gríska: „plio”=„meira” – gríska: „metric”=mæla”) fer fram með stökkum upp á upphækkun, yfir hindranir eða niður af upphækkun – en fyrir aðra líkamshluta en fætur má nota misþunga æfingabolta eða æfingakúlur o.fl.

Þegar æfð er „mæld-hámarks [snerpuþjálfun]” með hoppum eða með æfingaboltum ber að hafa lágmarkshlé þrjár mínútur á milli umferða og allt að fimm mínútum í erfiðum stökkum og köstum. Hér er ekki verið með „mældri-hámarks [snerpuþjálfun]” verið að æfa þol heldur ofursprengjukraft vöðva.

Hin „mælda-hámarks [snerpuþjálfun]” fer fram sem upphitun fyrir „hátt-uppi-með-stöng-hnébeygjur” og stíffótaréttstöðulyftu – og er einnig æfð sérstaklega – á sérdögum.

Hér fylgir með myndband af „hátt-uppi-með-stöng-hnébeygjur” – stíffótaréttstöðulyftu – og svo hinni „mældu-hámarks [snerpuþjálfun]”: „Hátt-uppi-með-stöng-hnébeygjur”:

http://www.youtube.com/watch?v=6myyI33C1wY&NR=1

Stíffótaréttstöðulyfta:

http://www.youtube.com/watch?v=fse3espo8hE

Hin„mælda-hámarks [snerpuþjálfun]” (tvö myndbönd):

http://www.youtube.com/watch?v=2aAprK-Det8&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=b7OAjhzjI08


Þeir íþróttaiðkendur sem hafa í hyggju að æfa í samræmi við það sem að ofan er greint verða að gera sér grein fyrir því að um hámarksþjálfunaraðferðir er að ræða til þess að skila alþjóðlegum og heimsklassa íþróttaárangri.


2009 @ Halldór Eiríkur S. Jónhildarson (sign.). All Rights Reserved.

 

INNGANGUR AÐ RÚSSNESKUM KRAFTLYFTINGAÞJÁLFUNARFRÆÐUM.

[Grein upphaflega birt 10. ágúst 2009 á vefsíðu Kraftlyftingadeildar].

Hér meðfylgjandi er myndband af Rússanum Vladimir Volkov (50 ára!) sem setti heimsmet á EM09 – 306 kg. í 110 kg. þyngdarflokki á EM09! – en hér lyftir Vladimir Volkov á Russian Moscow RPF [=Russian Powerlifting Federation] Open Benchpress Cup (2008) : 290 kg. – 300 kg. en hann bilar naumlega á 310 kg. (myndband sýnir keppnisstíl Vladimir Volkov mjög vel):

http://www.youtube.com/watch?v=Z8Sjbxz8ZI4

Hér er svo myndband af mögnuðu heimsmeti Vladimir Volkov - á EM09 í bekkpressu - 306 kg. í 110 kg. þyngdarflokki. Vladimir Volkov sýnir frábæra völdun á bekkpressuþyngd á niðurleið - góð tímasetning á stoppi - og pressar síðan með ægisprengikrafti - með öllum meginbekkpressuvöðvum - í einu átaki ! - sjáið og lærið :

http://www.youtube.com/watch?v=4blRzYgjsvQ&feature=related

Það er vert fyrir Íslendinga sem stefna hátt að læra tækni í bekkpressu af þeim bestu og er rétt að Íslendingar læri að lyfta með þeirri sprengikraftsnerpu er Vladimir Volkov sýnir á ofangreindum myndböndum. „ … kraftlyftingamenn eiga ekki að pumpa – heldur lyfta! – sprengja þyngdir upp!” [HESJ].


Þær (óljósu) fregnir hafa borist af þjálfunarfræði kraftlyftingamanna í Rússlandi að þeir æfi keppnisgreinarnar mun oftar en gert hefur verið á Íslandi eða þrisvar til fimm sinnum í viku en ekki alltaf með hámarksþyngdum heldur fremur með misjöfnum viðmiðunarprósentum á hverjum æfingadegi – eða á milli 60-90% af áætluðu hámarki (eftir dögum) – og leggja áherslu á sprengikraftsþjálfun og frábæran bekkpressukeppnisstíl.

Þannig fylgir meðalþungur dagur (75-80%) á eftir þyngsta æfingadegi (85%) í hverri viku og einu sinni í viku eða oftar er svo meðalléttur æfingadagur (70%). Þungur dagur geta verið nokkrar einnar endurtekningarlyftur upp í um 85 % af áætluðu hámarki – meðalþungur dagur 3. (endurtekningar) x 3.-5. (umferðir) með 75-80% - og meðalléttur 3x3.-5. með 60-70% af áætluðu hámarki.

Hér er framsett ætlað æfingakerfi Vladimir Volkov undir eftirfarandi veflykli (birt án ábyrgðar) sem gefur einungis vísbendingu en er hér ekki framsett sem endanleg sönnun um æfingakerfi þessa ofursterka rússneska bekkpressuíþróttamanns eða almennt fyrir rússnesk kraftlyftingaþjálfunarfræði :

http://www.dragondoor.com/articler/mode3/353/


[Þessi rússnesku æfingakerfi eru of erfið fyrir byrjendur – og eldri keppendur – en nota má meginlínur í þeim og aðlaga að þjálfunargetu og aldri].


Lögð er í rússneskum kraftlyftingaþjálfunarkerfum mikil áhersla á hámarkstækni og sprengikraftsstíl!Þá æfa rússneskir kraftlyftingamenn yfirleitt með þremur til einni endurtekningu en ekki með hærri endurtekningum eins og algengt er á Íslandi. Rússneskir kraftlyftingamenn æfa eingöngu þær aukaæfingar sem eru gefandi fyrir íþróttakraftlyftingastyrk og jafnframt einungis séræfingar til þess að fyrirbyggja meiðsli í liðamótum – og svo til þess halda fullum vöðvateygjanleika í vöðvum.


Það ber alltaf að reyna að halda vöðvajafnvægi – æfa tvíhöfða (biceps) á móti þríhöfða (triceps) – magavöðva og síðuvöðva á móti bakvöðvum o.sv. frv. Meginatriði er að velja skynsamlega og ekki ónauðsynlegar aukaæfingar heldur spyrja: „Hvaða aukaæfingar gagnast mér til þess að lyfta meiri þyngdum í kraftlyftingum?”. Þá þarf ekki að æfa margar umferðir eða endurtekninga í aukaæfingum – eina til tvær á hverri æfingu – fimm til átta endurtekningar – eina til tvær umferðir með álagsþyngd.

Þá æfa rússneskir kraftlyftingamenn ekki stöðugt í löglegum alþjóðakraftlyftingakeppnisíþróttaútbúnaði en rússneskir keppnismenn keppa þeim mun oftar á hverju keppnisári í heldur en tíðkast hjá íslenskum kraftlyftingamönnum – þannig læra rússneskir kraftllyftingamenn að beita frábærri keppnistækni í löglegum bekkpressukeppnisíþróttabol við keppnisaðstæður. Þessi mikla keppnistíðni rússneskra kraftlyftingamanna á að vera fyrirmynd fyrir íslenska kraftlyftingamenn og eiga þeir að stefna á keppni allavega fimm til sex sinnum á ári.

Það er ástæða til þess að benda kraftlyftingamönnum sem nota ofangreind þjálfunarráð að fara varlega og leita ráða hjá íþróttalæknum eða sérmenntuðum íþróttaþjálfurum varðandi það sem fram kemur hér – einkum varðandi það að fyrirbyggja æfingameiðsli.


2009 Copyright @ Halldór Eiríkur S. Jónhildarson (sign.). All Rights Reserved.


KRAFTLYFTINGAÞJÁLFUN UTAN KEPPNISTÍMABILS – SUMARÆFINGAR.

[Grein upphaflega birt 16. maí 2009 á vefsíðu Kraftlyftingadeildar - sjá nánar aðalvefsíðu um efni]

 


V. UNDANÞÁGA FRÁ LAGALEGRI ÁBYRGÐ.


Í vafatilvikum skal íþróttaiðkandi alltaf hafa samband við lækni eða annan sérfræðing á sviði líkamlegs heilbrigðis eða íþróttta áður en æfingar í samræmi við ofangreint hefjast.

 

Jónsbók (1281) - „Mannhelgi Kap. 13. Um váðaverk.

Váðaverk eru með mikilli skynsemd greinandi, með hverjum atburðum er þau kunnu til at falla; því at þar sem maðr tekr manni blóð eða leggr eld á mann, eða þat annat með lækningu, er hvártveggi hyggr heilsubót af verða, þá er þat með öllu bótalaust, þó at hinn fái bana eða mein af. Ok í öllum stöðum þeim er menn skulu sér til þarfenda vinna ok með mönnum til hagligra hluta lið at veita, þá eru þessi váðaverk meirr virðandi en hin, er engin nauðsyn dregr til, nema gáleysi ok mikit skammsýni. Nú þó at tveir menn fari í skóg saman, ok skýst annars öx á annan at óvilja þess er á skapti helt, ok deyr hann af, þá skal hinn bæta fjórðung bóta erfingja hins dauða … Ok svá skal hvervitna þessi váðaverk bæta, ef þeir hafast þat at er til nytsemdar heyrir, hvárt er menn fá af mein eða bana at óvilja þess er gerði … En öll önnur váðaverk, svá sem skjóta eða kasta yfir skip eða hús eða hæðir, eða aðra þarfleysu at gera, hvárt sem menn fá mein af, sár eða bana, at óvilja þess er gerði, þá skal bæta … Þat má eigi váðaverk kalla, ef maðr höggr eða lýstr til manns, þó at á annan komi en hann vildi, með því at hann vildi einhverjum illt gera. Nú heldr maðr á vápni, en annar rasar á ok skeinist, bæti eptir dómi eptir atvikum … En ef annarr hrindr honum á vápn, bæti sá. … En hvar sem maðr hefir komit vápni sínu, ok hafi hann eigi sjálfr á haldit …, þá bætir hann engu, þó at menn skeinist á … Nú gengr maðr til leiks, fangs eða skinndráttar at vilja sínum, þá ábyrgist hann sik sjálfr at öllu, þó at hann fái mein eða skaða af …”

[Heimild: http://www.althingi.is/lagas/136b/1281000.500.html (staðfest á vef Alþingis þann 25. júlí 2009) – sjá og: Lagasafn - Íslensk Lög 1. Júní 2008 [Ritstjórn: Ragna Árnadóttir (formaður, Helgi Bernódusson og Viðar Már Matthíasson, ritstjóri (Reykjavík 11. útg. 2007 – Útgefandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið : ISBN 9979-884-39-8), bls. 1811 [Fyrsti dálkur].


Kraftlyftingadeild Breiðabliks vísar á ofangreinda veflykla í góðri trú en Kraftlyftingadeild Breiðabliks ber ekki lagalega ábyrgð á því efni eða framsetningu á efni sem er að finna á vefsíðum ofangreindra veflykla eða þrýstiborða og ber ekki skaðabótaskyldu vegna þeirra, refsiábyrgð eða ábyrgð samkvæmt lögum um ærumeiðingar eða samkvæmt prentlögum eða ber Kraftlyftingadeild aðra lagalega ábyrgð samkvæmt öðrum íslenskum lögum eða samkvæmt alþjóðalögum er við kunna að eiga.

 


Kraftlyftingadeild Breiðabliks.