Hvað eru kraftlyftingar?

Íþróttahugtakið „kraftlyftingar“

Kraftlyftingar eru kraftaíþrótt þar sem keppt er í kraftlyftingahnébeygju (hnébeygju), bekkpressu og réttstöðulyftu og ræður samanlagður þyngdaárangur keppnisröð keppenda. Þá telst það einnig til kraftlyftinga þegar keppt er í einstakri sérgrein þeirra á landsmóti eða alþjóðlegu móti.

Þá telst til kraftlyftingahugtaksins nýlega „Kraftlyftingaþríþraut æskunnar” sem er keppni barna 10-13 í langstökki án atrennu – bekkpressu – og boltakasti aftur fyrir sig út á afmarkaðan keppnisvöll eða yfir rá (stangarstökksrá).

Kraftlyftingar á Íslandi eru undir íþróttalögsögu Kraftlyftingasambands Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands svo og undir lyfjaeftirlitslögsögu Lyfjanefndar ÍSÍ.

Heitið þessarar glæsilegu íþróttagreinar „kraftlyftingar” er bein þýðing úr ensku „powerlifting” svo og til að mynda úr sænsku „styrkelyft” og er það réttnefni því að öfugt við ranghugmyndir þá lyfta heimsklassa kraftlyftingakonur einsog María E. Guðsteinsdóttir (Kraftlyftingadeild Ármanns) og kraftablikinn, Auðunn Jónsson (Kraftlyftingadeild Breiðabliks) heimsklassaþyngdum með mikilli sprengiskraftssnerpu.

Dr. Frederick C. Hatfield („DR. SQUAT”) orðar þetta hraðaeðli rétt útfærðra kraftlyftinga svo „Speed is King!” og „Nobody wants to lift heavy weights – SLOWLY!” [sjá nánar „Þjálfunarfræði í kraftlyftingum” þrýstiborða vinstra megin á vefsíðu Kraftlyftingadeildar)].


Það hefur því tekist vel við íslensku þýðinguna „kraftlyftingar” til samanburðar við þýska heiti íþróttarinnar sem er „Kraftdreikampf” („kraftaþríþraut”) - en líklega er þó rétt að segja að franskir kraftlyftingamenn teljist öfundsverðir af heiti greinarinnar á frönsku er „force athlétique” sem („íþróttakraftur”).


Þá er keppt sérstaklega innanlands og á heimsvísu eingöngu í bekkpressu en á Íslandi er keppt einnig sérstaklega í réttstöðulyftu á séríslandsmóti og stefnt er að því að séríslandsmót í hnébeygju fari fram.

MYNDBÖND Í DÆMASKYNI UM KRAFTLYFTINGAR:

HNÉBEYGJA (myndbönd):

[Dr. Frederick C. Hatfield, PhD. – sýnir „Speed is King!”]:
http://www.youtube.com/watch?v=fivhv5znPg0

[Priscilla Ribic, BNA – sýnir einnig „Speed is King!”]:
http://www.youtube.com/watch?v=-X56acTNLu4&feature=related

[Jaroslaw Olech, Póllandi]:
http://www.youtube.com/watch?v=7bCaJUaTy5w&feature=related

BEKKPRESSA (myndbönd):

[Priscilla Ribic, BNA]:
http://www.youtube.com/watch?v=Tg4sRkOEVys

[Wade Hooper, BNA (einnig hnébeygja og súmó-réttstöðulyfta – mikill stílsnillingur í hnébeygjum og bekkpressu)]:
http://www.youtube.com/watch?v=CIFuRc9RQxY&feature=PlayList&p=94BCFC3CB8B679CB&playnext=1&playnext_from=PL&index=15

[EM09 í bekkpressu: Stefan Jamroz (Svíþjóð) sigraði í 100 kg. þyngdarflokki karla með 265 kg. Finninn, Pekka Heikkala, hertók 125 kg. þyngdarflokki,nn og lyfti 287,5 kg. – svo og landi hans Fredrik Smulter, vann yfirþungavigt (125 + kg.) með mikilfenglegri 327,5 kg. bekkpressu. Hér er veflykill á keppni þessarar sterku Finna á EM09]:http://www.youtube.com/watch?v=f4BVdoK6yOs&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Epowerliftingwatch%2Ecom%2Fnode%2F12104&feature=player_embedded


RÉTTSTÖÐULYFTA (myndbönd):

„Klassísk útfærsla á réttstöðulyftu” (myndbönd) :

[Brad Gillingham, BNA]:
http://www.youtube.com/watch?v=_a4o6BSWwl4

[Derek Pomana, Nýja Sjálandi]:
http://www.youtube.com/watch?v=ugJZi50KR2Q

„Súmó útfærsla á réttstöðulyftu” (myndbönd):

[Jarmo Virtanen, Finnlandi]:
http://www.youtube.com/watch?v=WwP_888Hv-Q

[Sioux-z, BNA]:
http://www.youtube.com/watch?v=6Wi_rpZMTO0&feature=relatedKraftlyftingar og séraukaæfingagreinar þeirra eru því, einsog gert hefur verið grein fyrir besta grunngrein fyrir aðrar raunverulegar líkamlegar afreksíþróttir einsog fyrir spretthlauparar, kastara og stökkvara í frjálsum íþróttum vegna þess að kraftlyftingar þjálfa bæði hámarksstyrk og sprengikraftsstyrk (snerpu) vöðva líkamans.

Æfingar í kraftlyftingum og séraukaæfingum kraftlyftinga eru einnig góðar fyrir knattíþróttir, glímuíþróttir, sundíþróttir – og allar þær íþróttir er krefjast líkamlegrar hámarks- og sprengikraftsþjálfunar.


TILLÖGUR VEFSTJÓRA Á ÍSLENSKUM HEITUM NÝRRA ÞYNGDARFLOKKA IPF (FRÁ 1. JANÚAR 2011):

Konur:
43 kg. = lágmarksvigt (minimum-weight) [eingöngu stúlknaflokkur (til og með 18 ára aldri) ]
47 kg. = laufvigt (leaf-weight)
52 kg. = fluguvigt (fly-weight)
57 kg. = léttvigt (light-weight)
63 kg. = millivigt (middle-weight)
72 kg. = milli-þungavigt (middle-heavy weight eða cruiser-weight)
84 kg. = þungavigt (heavy-weight)
+84 kg. = yfirþungavigt (super-heavyweight)
Karlar:
53 kg. = lágmarksvigt (minimum-weight) [eingöngu drengjaflokkur (til og með 18. ára aldri)]
59 kg. = laufvigt (leaf-weight)
66 kg. = fluguvigt (fly-weight)
74 kg. = léttvigt (light-weight)
83 kg. = millivigt (middle-weight
93 kg. = millþungavigt (middle-heavy weight eða cruiser-weight)
105 kg. = þungavigt (heavy-weight)
120 kg. = miðþungavigt (heavy-mid weight)
+120 kg. = yfirþungavigt (super-heavyweight)
LYFJAEFTIRLIT Í KRAFTLYFTINGUM.
Vígorð Kraftlyftingadeildar Breiðabliks er „HREINN KRAFTUR!” sem vísar til þess að Kraftlyftingadeild styður lyfjaeftirlit í kraftlyftingum í hvívetna með fræðslu og ábendingum til kraftlyftingaíþróttaiðkenda deildarinnar svo og með málefnalegri herför gegn lyfjamisnotkun á aðalvefsíðu Kraftlyftingadeildar [sjá nánar „Hreinn kraftur” – þrýstiborði vinstra meginn á aðalvefsíðu Kraftlyftingadeildar].

Kraftlyftingadeild Breiðabliks er í nánu samstarfi við Lyfjaeftirlit ÍSÍ, Lyfjaeftirlit IPF og Lyfjaeftirlit Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunar – World Anti-Doping Agency (WADA).


►Það var haldin FRÆÐSLURÁÐSTEFNA um lyfjaeftirlit í íþróttum var haldin af Kraftlyftingadeild Breiðabliks í samstarfi við Lyfjaeftirlit ÍSÍ laugardaginn 16. apríl 2011 í Veislusal á 2.hæð í Smáranum - sjá veflykil :
http://www.breidablik.is/frett.php?id_frett=7944&b=1

KEPPNISREGLUR Í KRAFTLYFTINGUM – DÓMARAR Í KRAFTLYFTINGUM.

►Keppni í kraftlyftingum fer fram samkvæmt ströngum alþjóðareglum Alþjóða kraftlyftingasambandsins – International Powerlifting Federation (IPF). KEPPNISREGLUR Í KRAFTLYFTINGUM (ÍSLENSK ÞÝÐING) Á REGLUM IPF (2010 / 2011 (nýuppfæðrar) (eftirfarandi þrýstiborði) :

Keppnisreglur2011


►Veflykill á Keppnisreglur IPF (2010 / 2011) - sjá:
http://kraft.is/wp-content/uploads/2011/04/Rules2011.pdf

Dómaranefnd Kraftlyftingasambands Íslands heldur ströng kraftlyftingadómarapróf samkvæmt erlendum fyrirmyndum.


Íslenskir alþjóðakraftlyftingadómarar þurfa að gangast undir mjög strangt alþjóðlegt dómarapróf – og að auki þurfa alþjóðlegir kraftlyftingadómarar að dæma reglulega á innlendum stórmótum og sérstaklega alþjóðamótum.
 

Kraftlyftingadeild Breiðabliks er svo lánsöm að margir félagsmenn deildarinnar eru með innanlandsdómarapróf – en það er og mikill heiður fyrir deildina að einn félgasmanna – hr. Helgi Hauksson – er IPF-Alþjóðlegur 2. Gráðu dómari (IPF – Category II – Referee).

Þrír íslenskir kraftlyftingadómarar eru einnig alþjóðlegir Alþjóðlegir 2. Gráðu dómarar(IPF – Category II – Referees) – en auk hr. Helga Haukssonar eru þeir, hr. Jóhann Möller, Alþjóðlegur 2. Gráðu dómari (IPF – Category II – Referee) svo og hinn landskunni kraftlyftingamaður, hr. Hörður Magnússon, Alþjóðlegur 2. Gráðu dómari (IPF – Category II – Referee) – allir alþjóðlegir dómarar þ.e.a.s. Alþjóðlegir 2. Gráðu dómarar (IPF – Category II – Referees).

Kraftlyftingadeild Breiðabliks og Kraftlyftingasamband ÍSÍ stefnir að því að Ísland eignist fleiri Alþjóðlega 2. Gráðu dómara(IPF – Category II – Referees) svo og sérstaklega Alþjóðlega 1. Gráðu dómara (IPF – Category I – Referees).
 

Einungis Alþjóðlegur 1. eða 2. Gráðu dómarar (IPF – Category I. or II – Referees) geta dæmt alþjóðleg met – heimsmet eða evrópumet – og þurfa þrír alþjóðlegir dómarar að dæma slík met saman.
 

Keppt er einnig milli þyngdarflokka samkvæmt WILKS-Alþjóðastigatöflu [Sjá nánar: „Kraftlyftingaveflyklar” – þrýstiborða hægra megin á vefsíðu Kraftlyftingadeildar)].


ALDURSFLOKKAR Í KRAFTLYFTINGUM. 


Börn 10-13 ára sem eru kraftlyftingaiðkendur stunda brátt „Kraftlyftingaþríþraut æskunnar”.

Unglingaflokkur-yngri (14-18 ára) (Æskuflokkur til aðgreiningar)

Unglingaflokkur-eldri (19-23 ára)

Opinn flokkur (óháð aldri)

Öðlingaflokkur (öldungaflokkur) I: 40-49 ára

Öðlingaflokkur (öldungaflokkur) II: 50-59 ára

Öðlingaflokkur (öldungaflokkur) III: 60-69 ára Öðlingaflokkur (öldungaflokkur) IV: 70-79 ára

„Kraftlyftingþríþraut æskunnar” er í undirbúningi og verða haldinn Íslandsmót innan skamms – ásamt því að Íslandmet verða skráð.


Keppt er á íslands- norðurlanda-, heims- og evrópumótum í öllum aldursflokkum fyrir bæði kynin. Þá eru skráð íslands- norðurlanda-, heims- og evrópumet í öllum aldursflokkum – bæði í karla- og kvennaflokki.


Keppni í kraftlyftingum á Íslandi og á alþjóðavísu fer þannig fram að konur og karlar keppa á einu alþjóðlegu móti en kynin eru aðskilin við framkvæmd keppni. Má því segja að kraftlyftingaíþróttin gangi lengst allra íþrótta í jafnréttismálum.

 
KRAFTLYFTINGAÞRÍÞRAUT ÆSKUNNAR. 

Heitið „Kraftlyftingaþríþraut æskunnar” er björt kveðja Kraftlyftingasambands ÍSÍ og Kraftlyftingadeildar Breiðabliks um að íslenskir kraftlyftingamenn vilji auka afreksíþróttagetu íslenskra barna og unglinga í kraftlyftingum svo og öllum íþróttum til þess að fullorðnir íslenskir afreksíþróttamenn öðlist traustan þjálfunargrunn til heimsafreka.


Hér er um að ræða kraftakeppni íslensks æskufólks á aldrinum 10-13 ára sem undankeppni raunverulegra kraftlyftingakeppni sem samanstendur af bekkpressu, langstökki án atrennu og boltakasti.

Það er til þess vísað að langstökk án atrennu þjálfi sömu vöðvahópa og kraftlyftingahnébeygja og réttstöðulyfta - að viðbættri ofursnerpu- og sprengikrafti fótvöðva - sem nýtast mun sem þjálfunargrunnur fyrir allar raunverulegar íþróttir.


Það er mikill kostur „Kraftlyftingaþríþraut æskunnar” að unnt er að æfa og keppa utanhúss t.d. á frjálsíþróttavelli sem er kostur við íþróttagreinina sem eflir heilsu æskufólks.

Æfingar íþróttaæsku Breiðabliks á vegum Kraftlyftingadeildar til undirbúnings keppni „Kraftlyftingaþríþraut æskunnar” hefjast um leið og æfingaaðstæður eru fyrir hendi og samþykki framkvæmdastjórnar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) hefur fengist.

► Sjá myndlykil á langstökk án atrennu :http://www.youtube.com/watch?v=vq-za9nGv2c&feature=related


Kraftlyftingadeild Breiðabliks tilkynnir æfingatíma og námskeið í „Kraftlyftingaþríþraut æskunnar” á vefsíðu Breiðabliks og með öðrum opinberum hætti þegar Kraftlyftingadeild hefur fengið sérkraftþjálfunaraðstöðu (kraftþjálfunarmiðstöð) og veitir Auðunn Jónsson allar upplýsingar í handsíma: 897 80 17 og með vefpósti : .(JavaScript must be enabled to view this email address)

 

Kraftlyftingadeild Breiðabliks.

Myndbönd