Hreinn kraftur!

Kraftlyftingadeild Breiðabliks leggur mikla áherslu á fræðslu um lyfjaeftirlitsmál í íþróttum samfara baráttu gegn lyfjamisnotkun í íþróttum og er því vígorð Kraftlyftingadeildar - eftirfarandi : „HREINN KRAFTUR!"

Kraftlyftingadeild Breiðabliks leggur því áherslu á samstarf við Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Lyfjeftirlit Alþjóða kraftlyftingasambandsins (International Powerlifting Federation (IPF)) svo og sérstaka áherslu á samstarf við Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnun (World Anti-Doping Agency (WADA)).

Alþjóðalyjaeftirlitsstofnunin – World Anti-Doping Agency (WADA) er með spurningaþraut á vef sínum sem einnig er unnt að velja um að fari fram á íslensku – veflykill: http://quiz.wada-ama.org/


L Y F J A E F T I R L I T:

Lög ÍSÍ um lyfjamál (ný og endurbreytt) voru samþykkt á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ þann 9. apríl 2011 í Gullhömrum, Grafarholti í Reykjavík.

Lög ÍSÍ um lyfjamál voru samþykkt á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ þann 9. apríl 2011 í Gullhömrum, Grafarholti í Reykjavík

– veflykill: http://www.isi.is/pages/lyfjaeftirlit/logisiumlyfjamal/


LYFJAEFTIRLIT ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBANDS ÍSLANDS (ÍSÍ):
 

Það er vert að benda aftur á þá staðreynd að löglegar kraftlyftingar undir íþróttalögsögu KRAFTLYFTINGASAMBANDS ÍSLANDS - ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBANDS ÍSLANDS (KRAFT-ÍSÍ) fara fram undir innlendri og alþjóðlegri lyfjaeftirlitslögsögu Lyfjaeftirlits ÍSÍ í samræmi við lyfjaeftirlitsreglur Alþjóða kraftlyftingasambandsins - International Powerlifting Federation (IPF) og Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunar – World Anti-Doping Agency (WADA) (smellið á veflykla hér að neðan):

Hér er beinn veflykill á Lyfjaeftirlit ÍSÍ: http://www.isi.is/pages/lyfjaeftirlit/

LYFJA[EFTIRLITS]VEFUR Kraftlyftingasambands Íslands – veflykill: http://kraft.is/um-kraft-2/lyfjavefur/

Frekari upplýsingar veitir Lyfjaeftirlit ÍSÍ - en þar er einnig unnt að fá undanþágueyðublöð vegna lyfja á bannlista.

UNDANÞÁGUEYÐUBLAÐ (Lyfjaefirlit ÍSÍ) – veflykill: http://www.isi.is/pages/lyfjaeftirlit/undanthagueydublad/


Í vafatilvikum – alltaf að hafa samband við Lyfjaeftirlit ÍSÍ !

Verkefnisstjóri / Lyfjamál, hr. Örvar Ólafsson, 
ÍSÍ-sími: 514 4000 - handsími: 863 9980 – vefpóstur: .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Lyfjaeftirlit ÍSÍ leggur fram eftirfarandi lögskýringarsjónarmið á túlkun á hinum yfirþjóðlegu reglum WADA er nefnast „Alþjóða lyfjareglurnar (World Anti-Doping Code)” og á Lögum ÍSÍ um lyfjamál, samþykkt á 69. Íþróttaþingi ÍSÍ 18.apríl 2009 í íslenskum íþróttalandsrétti með eftirfarandi hætti :

„ Alþjóða lyfjareglurnar voru fyrst samþykktar árið 2003 og tóku gildi árið 2004. Nýjar og uppfærðar lyfjareglur tóku gildi 1. janúar 2009. Tilgangur Alþjóða lyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Auk þess að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.

Lyfjareglurnar eru grundvallarskjalið sem alþjóða lyfjaeftirlitið í íþróttum byggir á. Alþjóða lyfjareglunum fylgja alþjóðleg viðmið um lyfjapróf og undanþágur vegna lækninga. Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) heldur utan um hinn opinbera texta lyfjareglnanna. Í ágreiningsmálum skal frumtextinn (á ensku) gilda."


Hér má nálgast Alþjóða lyfjareglurnar (World Anti-Doping Code) á ensku.

Íslenska þýðingu Alþjóða lyfjareglnanna má nálgast hér - veflykill: 
http://www.isi.is/pages/lyfjaeftirlit1/althjodalyfjareglurnar/
 

Athygli er vakin á sjálfsábyrgð keppenda þ.e. kraftlyftingaíþróttamanna samkvæmt Alþjóða Lyfjareglum - WADA 2009 (íslensk þýðing) sem einnig kunna að ná yfir fæðubótarefni :

„Grein 2 BROT Á REGLUM UM LYFJANOTKUN

Íþróttamenn eða aðrir einstaklingar eru ábyrgir fyrir að vita hvað telst brot á lyfjareglum og vita hvaða efni og aðferðir eru á bannlistanum.

Eftirfarandi telst brot á reglum um lyfjanotkun:

2.1 Tilvist bannaðs efnis eða myndefnis þess eða leiðarmerkja í líkamssýni íþróttamanns.

2.1.1. Hverjum íþróttamanni er skylt að tryggja að ekkert bannað efni fari inn í líkama hans. Íþróttamenn bera ábyrgð á bönnuðu efni, myndefni þess eða leiðarmerkjum sem finnast í líkamssýnum þeirra. Samkvæmt því er ekki nauðsynlegt að sýna fram á ásetning, mistök, vanrækslu eða meðvitaða notkun íþróttamannsins til að staðfesta brot á lyfjanotkun samkvæmt grein 2.1. …”

Sjá ennfremur:

1. grein Íþróttalaga, nr. 64/1998, frá og með 12. júní 1998, skýrgreinir svofarandi :

„Í lögum þessum merkja íþróttir hvers konar líkamlega þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.

Lögin taka ekki til íþróttaiðkunar er fram fer sem liður í starfsemi heilbrigðisstofnana eða heilsuræktarstöðva. …”

1. grein Laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), frá og með 29. apríl 2006, skilgreinir:

„ Íþrótt er ástundun líkamlegrar þjálfunar til keppni og heilsuræktar. … “

3. grein Laga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) frá og með 44. sambandsþing 2005 segir m.a. eftirfarandi :

„
Markmið UMFÍ er ræktun lýðs og lands. Markmiði sínu hyggst UMFÍ ná með því að:

Vinna að líkamlegum og félagslegum þroska félagsmanna sinna með því að gefa sem flestum kost á að taka þátt í heilbrigðu félagsstarfi.

Standa fyrir iðkun íþrótta og stuðla að heilbrigðum lífsháttum og hollri hreyfingu. …”

 

ALÞJÓÐASVIÐ LYFJAEFTIRLITS Í ÍÞRÓTTUM - KRAFTLYFTINGUM:

ALÞJÓÐALYFJAEFTIRLITSSTOFNUN – World Anti-Doping Agency (WADA) – veflykill: http://www.wada-ama.org/

LYFJAEFTIRLIT International Powerlifting Federation (IPF) – veflykill: http://www.powerlifting-ipf.com/Anti-Doping.49.0.html

LYFJAEFTIRLIT European Powerlifting Federation (EPF) – veflykill: http://www.europowerlifting.org/anti-doping.html

Veflykill á Samband lyfjaeftirlitstofnana þjóðríkja - Association of National Anti-Doping Organisations - ANADO - veflykill: http://www.anado.org/

 

Kanadíska Miðstöðin fyrir siðfræði í íþróttum (Canadian Centre for Ethics in Sport) sem er hluti af Sambandsstofnun Kanada fyrir lyfjeftirlit Alþjóða Ólympíunefndar (Federal Agency for IOC Testing in Canada) þykir til mikillar fyrirmyndar á alþjóðavettvangi.

CANADIAN CENTRE FOR ETHICS IN SPORTS – veflykill: http://www.cces.ca/en/home

 

 

HREINN KRAFTUR!

 

 

Kraftlyftingadeild Breiðabliks

Myndbönd