Kraftlyftingar

Birgit Rós með brons í beygjum

Blikinn Birgit Rós Becker keppti á föstudaginn á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem stendur nú yfir í bænum Thisted í Danmörku. Hún náði blendnum árangri þar sem henni tókst að vinna til bronsverðlauna í hnébeygju en vegna meiðsla náði hún ekki að beita sér að fullu í réttstöðunni og hafnaði í 9. sæti í samanlögðum árangri.

Birgit keppti í -72 kg flokki, en það er sá flokkur kvenna þar sem samkeppnin er oft mest. Hún jafnaði sinn besta árangur í hnébeygju með 165 kg, sem og í bekkpressu með 72,5 kg. Vegna meiðsla gat hún ekki beitt sér að fullum krafti í réttstöðulyftu og tók aðeins eina létta tilraun með 75 kg, sem er ansi langt frá hennar besta árangri í greininni. Samanlangt tók hún því 317,5 kg og hafnaði með þeim árangri í 9. sæti.

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #