7. flokkur kvenna

7. fl kvk (f 2003)

Æfingar
Mán 17:00-18:00 Lindaskóli
Þri 17:00-18:00 Smárinn
Fim 15:30-16:30 Smárinn
Sun 13:00-14:00 Smárinn

Leikreglur í Íslandsmóti

Aldur: 12 ára eða 7. bekkur grunnskólans
Leiktími: 4 x 8 mínútur, hálfleikur skal vera 5 mínutur og hlé milli 1. og 2. leikhluta sem og milli 3. og 4. leikhluta skal vera 1 mínúta. Í fyrri hálfleik er leikklukkan ekki stöðvuð. Ekki er heimilt að taka leikhlé í fyrri hálfleik og engar innáskiptingar leyfðar. Eitt leikhlé er á hvort lið er leyft í seinni hálfleik.

Engin skotklukka er í 7. aldursflokki. Að öðru leyti skal leikið eftir leikreglum FIBA hverju sinni.

Í 7. flokki kvenna er einungis heimilt að leika maður á mann vörn. Verði lið uppvíst að því að spila ólöglega vörn skal stöðva leikinn og aðvara þjálfara brotlega liðsins. Við endurtekin brot skal dæma tæknivillu (B) á þjálfara brotlega liðsins.

Ef lið notar 10 leikmenn í 7. aldursflokki í fyrri hálfleik fær það bónusstig. Þannig fær lið 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir tap.

Leika skal með bolta nr. 6, (kvennabolta) á stórar körfur.

Það lið er Íslandsmeistari sem flest stig hlýtur í A-riðli í síðustu umferð.