Körfubolti

WOK ON í lið með Breiðablik

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gert samstarfssamning við WOK ON, veitingastað sem sérhæfir sig í asískri matargerð þar sem hollusta og gæði eru í fyrsta sæti. Leikmenn meistaraflokka karla og kvenna verða því fullir orku í vetur, en þeir munu fá mat frá WOK ON eftir leiki.

Núna geta Kópavogsbúar og nágrannar sem annt er um heilsuna glaðst með okkur því WOK ON mun opna glænýjan stað á Smáratorgi í nóvember. WOK ON opnaði fyrst í Borgartúni fyrir rúmu ári og hefur staðurinn notið gífurlegra vinsælda, sérstaklega meðal íþróttafólks í fremstu röð! Það er mikið fagnaðarerindi fyrir körfuna í Kópavogi að fá eins flottan og sterkan bakhjarl með sér í lið. 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #