Körfubolti

Hægt að kaupa miða á bikarleikinn í Höllinni í Smáranum

Viðureign Breiðabliks og KR í 4-liða úrslitum Maltbikarsins fer fram þann 10. janúar kl 17:00 í Laugardalshöllinni

Körfuknattleiksdeildin þakkar stuðninginn og góða mætingu á miðforsöluna í gærkvöldi!

Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða í gær geta mætt í afgreiðslu í Smárans og nælt sér í miða á leikinn. Miðsala mun vera í afgreiðslunni fram að leik og hægt verður að greiða með greiðslukorti og auðvitað reiðufé.

Breiðablik nýtur ekki góðs af þeim miðum sem seldir verða við hurð á leikdegi svo við hvetjum fólk og fyrirtæki til að styðja við félagið okkar allra með því að kaupa miða á leikinn í Smáranum.

Nú fer hver að verða síðastur að verða sér út um Breiðabliks SnapBack derhúfur en hægt er að panta með því að senda skilaboð á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks eða með pósti á netfangið .(JavaScript must be enabled to view this email address)

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #