- Búningar

Breiðablik spilar í ERREA búningum.

Í byrjun ágúst skrifaði stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks undir fjögurra ára samning við Errea, en um er að ræða stærsta búningasamning körfunnar hingað til. Við hlökkum til að kynna nýja búninga, en reiknað er með að þeir verði komnir í sölu hjá Errea um miðjan september. Þá er einnig stefnt að því að hafa mátunardag fyrir yngri flokka, sem verður auglýstur sérstaklega.

Það er því ljóst að leikmenn og þjálfarar Breiðabliks munu klæðast fatnaði og búningum frá Errea á öllum mótum og í leikjum næstu fjögur árin.

Körfuknattleiksdeildin lýsir yfir ánægju með samninginn, sem er mikill styrkur fyrir deildina, og hlakkar til samstarfsins við Errea.