Körfubolti

Blikar eiga tvo fulltrúa í verkefnum kvennalandsliðsins

 Undirbúningur fyrir Eurobasket 2019 er farinn á fullt hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. Ísland mætir Svartfjallalandi í Laugardalshöll 11. nóvember og Slóvakíu ytra þann 15. nóvember.


Breiðablik á tvo fulltrúa í þessu landsliðverkefni en Isabella Ósk Sigurðardóttir var valin í 23 leikmanna æfingahóp. Einnig var Hildur Sigurðardóttir, þjálfari meistaraflokks Breiðabliks ráðin sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins nú á dögunum.


Við Blikar óskum stelpunum okkar innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum um leið alla til þess að mæta í Laugardagshöll á laugardaginn og syðja við bakið á íslenska landsliðinu.


ÁFRAM BREIÐABLIK OG ÁFRAM ÍSLAND!!
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #