8.flokkur - Æfingar veturinn 2014-2015

03.09 2014 | Knattspyrna 8.fl

Æfingarnar verða á miðvikudögum í Fífunni

kl: 17:00-17:45. Árgerð 2010-2011

kl: 17:45-18:30. Árgerð 2009.  

Byrjum miðvikudaginn 8.okt. en ekki er hægt að byrja fyrr vegna lokunnar í Fífunni. 
Stefnum hins vegar á að byrja fyrr en nánari upplýsingar vera sendar á póstlista flokksins. .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Breytingar á æfingum fram að áramótum

22.10 2013 | Knattspyrna 8.fl

Til foreldra í 8. flokki karla

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir eru margir að æfa knattspyrnu í 8. flokki Breiðabliks og við erum mjög stolt af áhuganum sem þið og iðkendurnir sýnið.

Við erum vön því að vera með um það bil 100 – 110 iðkendur en í haust hafa þeir verið tæplega 180. Að auki hefur fjöldi stúlkna á þessum aldri aukist úr 30 í 70.

Á þessu teljum við vera þrjár meginskýringar, árangur íslenskra landsliða, félagsliða og leikmanna undanfarin misseri, öflugir þjálfarar sem halda utan um hópinn og sanngjörn verðlagning miðað við aðrar íþróttagreinar. Það verður að játast að fjöldinn hefur komið okkur á óvart og krefst þess að við þurfum að hafa okkur öll við til að bjóða upp á það þjónustustig sem við viljum vera þekkt fyrir. Nú höfum við ráðið fleiri fullorðna þjálfara fyrir þetta aldursstig en áður og erum einnig að leita leiða til að nýta Fífuna betur.

Við teljum tímann 17.00 – 18.30 vera hentugastan fyrir börn á þessum aldri þar sem foreldrar geta komið með þau beint úr leikskóla og eftir vinnu. Fram að áramótum verðum við hins vegar að breyta tímanum í 16.45 – 18.00.

Yngri: 2009-2010 æfa frá 16:45 - 17:30 og
Eldri: 2008 æfa frá 17:15 - 18:00.

Einnig ætlum við að bjóða þeim strákum sem eru fæddir 2008 og hafa æft í eitt ár hjá okkur í að mæta með 7.flokki á sunnudagsmorgnum kl: 9:00 (ef foreldrar treysta þeim til þess). Með þessu náum við vonandi að losa nokkra yfir á sunnudagstímann og gera þessa samþjöppun auðveldari.

Ástæðan fyrir þessum breytingum er einfaldlega að við eigum ekki nóg af tímum til að veita þá þjónustu sem við viljum þeim rúmlega 1.200 iðkendum sem stunda knattspyrnu hjá Breiðabliki en erum að vinna í því að fá því breytt eftir áramót.

Við vonum að þið takið vel í það þegar þjálfarar flokksins biðja ykkur um að breyta tímum tímabundið og vinnið með okkur í því að halda starfinu jafn öflugu.

Vinsamlegast
Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka og þjálfarar 8.flokks
Breiðabliki 

Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson

20.06 2013 | Knattspyrna 8.fl

Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson
Sunnudaginn 23 júní kl. 16.00 á Versalavelli verður í sjötta sinn leikinn minningarleikur um Jakob Örn.
Hann hefði orðið 16 ára föstudaginn 21 júní en lést hinn 9 mars 2008 vegna heilablæðingar.
Jakob var leikmaður 5.flokks en félagar hans sem nú eru í 3. flokki leika við Gróttu að venju en sú hefð hefur skapast fyrir tilstuðlan Júlla þjálfara því síðasti leikur Jakobs í búningi Breiðabliks var einmitt gegn Gróttu á Goðamótinu á Akureyri viku áður en hann lést.
Rafnar Örn, yngri bróðir Jakobs, sem er nú leikmaður í 5. flokki, tekur þátt og spilar með strákunum en leikurinn og umgjörð hans hefur jafnan gefið fjölskyldu Jakobs mikið.
Til að sýna samhug eru allir Blikar hvattir til að mæta á Versalavöll sunnudaginn 23 júní klukkan 16:00 og fylgjast með minningarleiknum. Iðkendur eru beðnir um að mæta í Breiðabliksgalla eða keppnisbúningi. Að leik loknum bjóða foreldrar Jakobs öllum sem vilja að ganga með sér að leiðinu hans í Kópavogskirkjugarði

 

Fótbolti og leikir fyrir þau yngstu

06.09 2012 | Knattspyrna 8.fl

Nú eru fótbolta og leikjaæfingar í 8. flokk að fara að byrja.

Þetta eru skemmtilegar og hressandi æfingar fyrir stelpur og stráka. Aðal málið er að hafa gaman og geta þjálfað hreyfifærnina í góðu og öruggu umhverfi.

Sú frábæra nýbreytni er núna að sér æfingar verða fyrir stelpur. En auðvitað er velkomið að stelpur mæti með strákum og strákar með stelpum - ef ykkur sýnist svo.

Hjá 8. flokk kvenna (2007 og yngri)  hefjast æfingar mánudaginn 10. september.
Æfingar verða í Smáranum (parket) alla mánudaga frá 17:00 til 18:00.

Hjá 8. flokk karla (2007 og yngri) hefjast æfingar 12. september.
Æfingar verða í Fífunni (gervigras) alla miðvikudaga frá 17:00 til 18:00.

Það er ekkert mál að byrja - bara að mæta og byrja að skoppa. Mæta í þeim skóm og galla sem þið eigið. Allt í fína að koma á prufuæfingar.

Gjaldið verður kringum ca. 15 þús. fyrir allt árið (haust, vetur, vor og sumar). Gjaldið á eftir að ákveða endanlega. 

Bestu kveðjur,

Þjálfarar

Æfingar færast frá Versalavelli og niður í Fífu

22.07 2012 | Knattspyrna 8.fl

Vallarstjóri hefur lokað Versalavelli og verður hann hvíldur næstu 10-14 dagana vegna mikils álags. Af þeim sökum færast æfingarnar hjá 8.flokki niður í Fífu fram að verslunarmannahelgi. 

Tímabilinu lýkur hjá okkur með Arionbankamóti Víkings sem verður sunnudaginn 19. ágúst. Nánar auglýst síðar.

Æfingar hjá okkur fram að lokum tímabils:

23. júlí - Fífan (eða grasvöllurinn fyrir aftan Fífuna) 16:30-17:30
25. júlí - Fífan
30.júlí - Fífan
1. ágúst - Fífan
8. ágúst - Æfingar bæði á Versalavelli og í Fífunni ( Arionbankamótið auglýst í tölvupósti og foreldrar skrá börnin)
13. ágúst - Æfing á báðum stöðum
15. ágúst - Æfing á báðum stöðum
19. ágúst - Arionbankamót á Víkingsvelli.

Í byrjun sept hefjast síðan æfingar aftur, flestir færast upp í 7.fl karla eða 7.fl kvenna en aðrir verða áfram í 8.flokki. Þessi færsla verður útskýrð nánar í lok ágúst.

kv.
Þjálfarar

Æfingar hefjast aftur 11.júní

04.06 2012 | Knattspyrna 8.fl

Sumaræfingar 8.flokks hefjast aftur mánudaginn 11.júní.  Æft verður á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 16:30-17:30 bæði úti við Fífuna og við Salavöll fram að skólabyrjun í ágúst.

8.flokkur - Breyting á æfingum í Kór í október

15.10 2011 | Knattspyrna 8.fl


Nú er 8.flokkurinn kominn vel af stað og byrjunin lofar góðu þrátt fyrir smá vesen með Fífuna í september. Á næstunni lendum við í svipuðu vandamáli með Kórinn. Málið er að Knattspyrnusamband Íslands hefur leigt út næstu 3 sunnudaga í Kórnum og því verðum við aðeins að hliðra til.

Dagskráin fyrir Kórinn verður því eftirfarandi í október:
16. okt - Sunnudagur - Æfing fellur niður því íþróttahúsið er einnig upptekið
23. okt - Sunnudagur - Æfing í íþróttahúsi Kórsins.
30. okt - Sunnudagur - Æfing í íþróttahúsi Kórsins.

Æfingar í Fífunni breytast ekkert og þeir sem hafa komið á sunnudögum geta mætt á miðvikudaginn í Fífuna þegar æfingin fellur niður.


Einnig væri gott ef þið gætuð aðstoðað okkur við að koma þessum upplýsingum til þeirra sem eru ekki á póstlistanum hjá okkur.


kv.
Þjálfarar

8.flokkur - Æfingarnar í vetur

19.09 2011 | Knattspyrna 8.fl

Miðvikudagur - Fífan 17:00 - 17:50
Sunnudagur - Kórinn 10:30 – 11:30

Ein æfing á hvern iðkanda og foreldrar velja þann stað sem hentar þeim best. 

Foreldrum og börnum er velkomið að prófa æfingar hvenær sem er á tímabilinu.  Nóg er að mæta og vera með, ef ánægja er með starfið og barninu líkar vel þá er ágætt að skrá sig á póstlistann hjá okkur.

Skráning á póstlista flokksins er: .(JavaScript must be enabled to view this email address)   Vinsamlegast takið fram nafn og kennitölu barns. 

8. flokkur karla

Nú eru ákveðin skipti hjá okkur þegar við skiptum af vetrardagskrá og yfir í sumardagskrá.

Þetta þýðir að nú æfum við tvisvar í viku á tveimur stöðum. Í/við Fífuna og við Versalavöll (Salarlaug), fram að skólabyrjun í ágúst.

Næstu æfingar eru því eftirfarandi:

11.júní - Miðv. Fífan - Æfum eins og var í vetur, þ.e. 2009-10 eru kl: 17:00 og 2008 kl: 17:45. (Hefðbundin tími því við náum ekki að manna tvo staði þennan dag)

16.júní - Mánud. Fífan og Versalir kl: 16:30-17:30. Veljið þann stað sem hentar betur.
18. júní - Miðvikud. - Fífan og Versalir kl:16:30-17:30. Velja þann stað sem hentar betur.

Ef allt gengur að óskum þá verða æfingarnar á þessum dögum og tímum fram að skólabyrjun.

30.júní. - Mánud. Heimsókn til Keflavíkur og spilum æfingaleik við þá. Þetta er hefð sem hefur skapast en þeir koma annað hvert ár til okkar og við til þeirra. En nú er komið að okkur. Skráning kemur síðar

Um miðjan ágúst er síðan Arionbankamót fyrir 8.flokk sem haldið verður í Víkinni.

Skráning á sumarnámskeiðin: http://www.breidablik.is/aefingagjold8/greidsla/