7.fl.karla - Æfingatímar vetur 2013-2014

23.08 2013 | Knattspyrna 7.fl kk

Kæru foreldrar og forráðamenn

ný æfingatafla er tilbúin fyrir veturinn og mun hún taka gildi 16. september Við munum æfa á sömu tímum og í fyrra en allar æfingar eru í Fífunni.

http://www.breidablik.is/knattspyrna/aefingatafla_4_8_flokka_komin/

Þriðjudagur:

15:00-16:00 Yngir 2007
16:00-17:00 Eldri 2006

Fimmtudagur:
16:00-17:00 Yngri 2007
17:00-18:00 Eldri 2006

Sunnudagur:
09:00-10:00 Yngri 2007
10:00-11:00 Eldri 2006

Ca. næstu tvær vikur verða æfingar kl. 16.30 til 17.30 á þriðjudögum og fimmtudögum á Fífuvöllum. Semsagt æfingar tvisvar í viku í ákveðnu millibils ástandi. Það eru ca. tvær vikur þangað til Fífan verður tilbúin og þá byrjar líka Blikavagninn að keyra.
Allir í 7. flokk mæta á ofangreindum tíma og við skemmtum okkur á klukkutíma æfingu (munum kannski fara eitthvað inn ef veðrið er mjög leiðinlegt).
Eftir þessar rúmu tvær vikur mun 2005 árgangurinn færast upp í 6. flokk -  

Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson

20.06 2013 | Knattspyrna 7.fl kk

Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson
Sunnudaginn 23 júní kl. 16.00 á Versalavelli verður í sjötta sinn leikinn minningarleikur um Jakob Örn.
Hann hefði orðið 16 ára föstudaginn 21 júní en lést hinn 9 mars 2008 vegna heilablæðingar.
Jakob var leikmaður 5.flokks en félagar hans sem nú eru í 3. flokki leika við Gróttu að venju en sú hefð hefur skapast fyrir tilstuðlan Júlla þjálfara því síðasti leikur Jakobs í búningi Breiðabliks var einmitt gegn Gróttu á Goðamótinu á Akureyri viku áður en hann lést.
Rafnar Örn, yngri bróðir Jakobs, sem er nú leikmaður í 5. flokki, tekur þátt og spilar með strákunum en leikurinn og umgjörð hans hefur jafnan gefið fjölskyldu Jakobs mikið.
Til að sýna samhug eru allir Blikar hvattir til að mæta á Versalavöll sunnudaginn 23 júní klukkan 16:00 og fylgjast með minningarleiknum. Iðkendur eru beðnir um að mæta í Breiðabliksgalla eða keppnisbúningi. Að leik loknum bjóða foreldrar Jakobs öllum sem vilja að ganga með sér að leiðinu hans í Kópavogskirkjugarði

 

Æfingar, akstur og 7. flokkur‏

19.09 2012 | Knattspyrna 7.fl kk

Nú er aksturinn að fara að byrja og æfingataflan skýrr (gott að hengja þennan póst á ísskápinn).
Takk fyrir allt hrósið sem Breiðablik hefur verið að fá. Við erum auðvitað einsog strákarnir ykkar - með hrósi og hvatningu reynum við okkar besta.

Að vera með akstur er flókið mál og við höfum verið að nostra við þetta síðustu vikur. Við vildum ná dægradvölum inn, vildum hafa þetta öruggt og barnvænt og vildum líka hafa móttökur niður í Fífu í góðu lagi. Það þýðir ekki bara að keyra niður í Fífu heldur verður að vera almennilegir þjálfrar, starfsfólk sem þolir kröftuga krakka og aðstaða fyrir börn til að dunda sér. Þannig þarf að vera gott samstarf við dægradvalir og alla sem koma að þessu. 

Aksturinn fer eftir eftirfarandi tímatöflu: http://www.breidablik.is/forsida/rutuferdir/

Það sem þið þurfið að gera er eftirfarandi:
a) Finna út hvenær drengurinn kemur á æfingar til okkar. Skoða æfingatöfluna hér fyrir neðan.
b) Hafa samband við ykkar dægradvöl og tilkynna þeim hvenær drengurinn fer með blikavagninum.
Ef drengurinn er ekki í dægradvöl þá skoða aksturstöfluna eða sjálf keyra niður í Fífu.
c) Sækja drenginn að lokinni æfingu niður í Fífu.

Æfingataflan (Fífan):

Þriðjudagar
Æfingar 15.00 til 16.00 eða 16.00 til 17.00.
Þið veljið tímann sem hentar - alveg ykkar val.
Þið getið til dæmis valið að nota akstur og vera kominn niður í Fífu fyrir 15.00 eða nota seinni akstur og vera kominn niður í Fífu fyrir kl. 16.00.

Fimmtudagar
Æfingar 16.00 til 17.00 eða 17.00 til 18.00.
Þið veljið tímann sem hentar - alveg ykkar val.
Ef þið ætlið að nota akstur þá verið þið að mæta kl. 16.00 (engin akstur fyrir æfingar sem byrja kl. 17.00).
Ef þið viljið koma með á æfingar þá er fínt að mæta á tímann kl. 17.00 til 18.00.

Sunnudagar
Yngri (2006) eru kl. 11.00 til 12.00.
Eldri (2005) eru kl. 12.00 til 13.00.
Það er ekki heilagt hvenær drengurinn mætir og þið megið skipta um tíma ef það hentar. Bara mæta og skoppa með bros á vör.

Tryggt er að vel er tekið á móti þeim sem koma snemma á æfingar (t.d. vegna aksturs úr efri byggðum). Þeir geta byrjað að leika sér og fá góða aðstöðu. 

Bestu kveðjur, þjálfarar 7. flokk.

Æfingar frá 20. ágúst til 10. september 2012

28.08 2012 | Knattspyrna 7.fl kk

Æfingar verða sem hér segir á tímabilinu frá 20. ágúst til 10. september:

Mánudagar - Fífan:

Yngri (2005 og 2006) mæta kl. 16.30 til 17.30.

Eldri (2004) mæta kl. 17.30 til 18.30.

 

Miðvikudagar - Fífan:

Yngri (2005 og 2006) mæta kl. 16.30 til 17.30.

Eldri (2004) mæta kl. 17.30 til 18.30.

 

Í staðinn að hafa frí á tímabilinu frá því skólar klárast þangað til nýtt tímabli hefst þá æfum við tvisvar í viku.

Æfum tvisvar í viku þangað til nýtt tímabil hefst þann 10. september. Þann 10. september verður gefin út ný æfingatafla fyrir knattspyrnudeildina og þá verður fastsett skipulag ársins.

Þann 10. september mun árgangur 2004 flytjast yfir í 6. flokk.

Það eru allir velkomnir að koma og prufa - bara að mæta og byrja að skoppa.

Gkv. þjálfarar.

Æfingatímar

04.10 2011 | Knattspyrna 7.fl kk

Æfingaplanið er hér fyrir neðan. Þið veljið þær æfingar sem henta - almennt gert ráð fyrir þremur æfingum í viku.
Við þjálfarar mælum sérstaklega með sunnudagsæfingum til viðbótar við hinar, þá eru þeir oftast óþreyttir og taka gríðarlega vel leiðsögn.

Sunnudagar - Fífan:
Yngri (2005) kl. 11.00 - 12.00.
Eldri (2004) kl. 12.00 - 13.00.

Mánudagur - Fífan:
Yngri (2005) kl. 16.15 til 17.15.
Eldri (2004) kl. 17.00 til 18.00.

Þriðjudagur - Kórinn:
Yngri og eldri (allir saman) kl. 17:00 – 18:00.

Miðvikudagur - Fífan:
Yngri (2005) kl. 16.15 til 17.15.
Eldri (2004) kl. 17.00 til 18.00.

Fimmtudagur - Kórinn:
Yngri og eldri (allir saman) kl. 17:00 – 18:00.

 

Verið óhrædd að hnippa í okkur ef eitthvað er.
Bestu kveðjur, þjálfarar.

Æfingar næstu tvær vikur

22.08 2011 | Knattspyrna 7.fl kk

Æfingar hjá 7. flokk verða eftirfarandi næstu tvær vikur.
Allar æfingarnar fara fram í Fífunni
yngri 04 æfa fyrri klukkutímann og eldri 05 æfa seinni klukkutímann.

22. ágúst kl 16-18 og 24. ágúst kl 16-18
29. ágúst kl 16 - 18 og 31. ágúst kl 16-18.

Eftir það förum við í stutt frí og svo tekur nýtt tímabil við.

kv Þjálfarar.
 

7. flokkur karla

Kæru foreldrar og forráðamenn

ný æfingatafla er tilbúin fyrir veturinn og mun hún taka gildi 16. september Við munum æfa á sömu tímum og í fyrra en allar æfingar eru í Fífunni.

http://www.breidablik.is/knattspyrna/aefingatafla_4_8_flokka_komin/

Næstu vikurnar(26.ágúst - 15 sept) munum við æfa á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 16:30-17:30 á Fífuvöllum (fyrir utan Fífuna)

Þriðjudagur:
15:00-16:00 Yngir 2007
16:00-17:00 Eldri 2006

Miðvikudagur:
15:00-16:00 Yngri 2007
16:00-17:00 Eldri 2006

Sunnudagur:
09:00-10:00 Yngri 2007
10:00-11:00 Eldri 2006