Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fór fram 27. desember og voru á hátíðinni veittar viðurkenningar fyrir bestu afrek ársins í pilta- og stúlknaflokki, og karla- og kvennaflokki. Veitt voru sérstök framaraverðlaun unglinga og fullorðinna, verðlaun fyrir sex Íslandsmet, verðlaun fyrir frábæran árangur á Norðurlandamóti fatlaðra, verðlaun fyrir stigahæstu köst, stökk og hlaup, auk þess sem frjálsíþróttakona og -maður Breiðabliks voru heiðruð.

Við erum einstaklega stolt af okkar frábæra íþróttafólki og óskum þeim öllum innilega til hamingju með afrek ársins og hlökkum til að fylgjast með þeim takast á við ný og spennandi verkefni á komandi ári.

Viðurkenningar ársins hlutu:

 

13-16 ára

  • Frjálsíþróttaunglingar Breiðabliks: Patrekur Ómar Haraldsson og Snæfríður Eloise Rist Aubergy
  • Hlauparar: Samúel Örn Sigurvinsson og Snæfríður Eloise Rist Aubergy
  • Stökkvarar: Jacques R. S. Borges Schmitt og Lára Kristbjörg Þórarinsdóttir
  • Kastarar: Andrea Odda Steinþórsdóttir og Samúel Örn Sigurvinsson
  • Framfaraverðlaun unglinga: Kristján Óli Gustavsson og Lóa Lind Óladóttir

 

17 ára og eldri

  • Frjálsíþróttafólk Breiðabliks: Birna Kristín Kristjánsdóttir og Guðjón Dunbar Diaquoi
  • Hlauparar: Arnar Pétursson og Júlía Kristín Jóhannesdóttir
  • Stökkvarar: Birna Kristin Kristjánsdóttir og Guðjón Dunbar Diaquoi
  • Kastarar: Jón Bjarni Bragason og Júlía Kristín Jóhannesdóttir
  • Framfaraverðlaun fullorðinna: Jana Gajic og Stefán Kári Smárason

 

Sérstakar viðurkenningar

  • Íslandsmet í 60m hlaupi U14 – Samúel Örn Sigurvinsson
  • Íslandsmet í tugþraut U20 – Þorleifur Einar Leifsson
  • Íslandsmet 100 m grind U20 – Júlía Kristín Jóhannesdóttir
  • Íslandsmet í 5 km götuhlaupi og 10.000 m hlaupi 30-34 ára – Arnar Pétursson
  • Íslandsmet í lóðkasti 50-54 ára – Jón Bjarni Bragason
  • Viðurkenning Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fyrir frábæran árangur á Norðurlandamóti fatlaðra – Alexander Már Bjarnþórsson