Æfingin 16. desember í fífunni.

15.12 2013 | Knattspyrna 5.fl kvk

Sælra stelpur,

Æfingin okkar á morgun færist inn í Fífuna. Æfingarnar eru á sama tíma og venjulega.

Kv. Magga og Hörður.

Æfingin á morgun, 16. des, í fífunni

15.12 2013 | Knattspyrna 5.fl kvk

Sælra stelpur,

Æfingin okkar á morgun færist inn í Fífuna. Æfingarnar eru á sama tíma og venjulega.

Kv. Magga og Hörður.

Æfingaleikir sunnudaginn 15. des

12.12 2013 | Knattspyrna 5.fl kvk

Sælar stelpur,

Hér getið séð leikjafyrirkomulagið og liðsskipan fyrir leikina hjá okkur á sunnudag. Skoðið vel og mætið á réttum tíma smile

 

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AkN1Fq451fmAdFdjVWcxZ0pxMTd6b3JscG9iVjVaSXc&usp=sharing

 

Bestu kveðjur

Magga og Hörður.

Æfingin á morgun í Fífunni

08.12 2013 | Knattspyrna 5.fl kvk

Sælar stelpur,

Æfingin hjá okkur á morgun verður í Fífunni á sama tíma og venjulega.

Er það vegna spá um mikla snjókomu og fáum við því smá grasblett inni til að vera með æfinguna.

Látið þetta berast ykkar á milli.

Endilega líka muna að skrá sig í æfingaleikina sem eru sunnudaginn 15. desember.

 

Bkv. 

Magga og Hörður smile

Æfingin um helgina færist yfir á laugardag!

06.12 2013 | Knattspyrna 5.fl kvk

Sælar stelpur,

Æfingin okkar sem á að vera á sunnudaginn fellur niður þar sem 6.flokkur karla er með mót á okkar æfingatíma. En við fáum æfingatíma á laugardeginum í staðin. Æfingatímar okkar um helgina eru því svona:

Laugardagur 7. desember - í fífunni

Kl. 09.00 - 10.00 Fyrri hópur

Kl. 10.00 - 11.00 Seinni hópur

 

Okkur langaði líka að láta ykkur vita að planið er að reyna fá lið í heimsókn og spila æfingaleiki sunnudaginn 15. desember. Skráning í leikina kemur fljótlega.

 

Kv. Þjálfarar.

Lið á Símamóti 2013

11.07 2013 | Knattspyrna 5.fl kvk

Breiðablik 1

Andrea Nilsdóttir
Eva Alexandra Kristjánsdóttir
Karen Rut Robertsdóttir
Kolbrún Björg Ólafsdóttir
Elín María Johannessen
Eydís Helgadóttir
Hugrún Helgadóttir
Guðrún Vala Matthíasdóttir
Hiildur Þóra Hákonardóttir

Breiðablik 2

Sara Lind Guðmundsdóttir
Rebekka Ágústsdóttir
Elfa Maren Hlynsdóttir
Kristjana Rún Kristjánsdóttir Sigurz
Hildur María Jónasdóttir
Guðrún Pebea Sörudóttir
Brynja Sævarsdóttir
Elín Helena Karlsdóttir

Breiðablik 3

Lára Pálsdóttir
Heiðrún Arna
Katrín Sigurðardóttir
Helga Rún Jóhannesdóttir
Ísabella Arnarsdóttir
Tara Tíbrá Ríkharðsdóttir
Aþena Dröfn Magnúsdóttir
Hulda Clara Gestsdóttir
Silja Karen Sigurðardóttir

Breiðablik 4

Auður Anna Snorradóttir
Tinna Þrastardóttir
Elin Kolfinna Arnadottir
Móey María Sigþórsdóttir
María Rós Guðmundsdóttir
Thelma Líf Olsen
Valdis Jóna Mýrdal
Jónína Matthíasdóttir
Valdís Sólvör Guðjónsdóttir

Breiðablik 5

Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Ólína Rún Þórarinsdóttir
Telma Ívarsdóttir
Andrea Ingimarsdóttir
Una Marín Guðlaugsdóttir
Katrín Magdalena Konráðsdóttir
Sofia Sóley Jónasdóttir
Sandra Bjarnadóttir
Helga Kristinsdóttir

Breiðablik 6

Birta Björk Haraldsdóttir
Íris Lilja Sverrisdóttir
Eva María Sigurþórsdóttir
Hekla Gunnarsdóttir
Dagný Alda Jónsdóttir
Guðríður María Guðmundsdóttir
Inga Rún Runólfsdóttir
Margrét Júlía Björnsdóttir
Sara Fönn Boonlit

Breiðablik 7

Ásta Elvarsdóttir
Kamilla ívarsdóttir
Birgitta Líf Bjarnadóttir
Karen Sif Arnarsdóttir
Bríet Sigríður Karlsdóttir
Theodóra Sveinsdóttir
Hekla Maren Jónasdóttir
Ellý Rún Guðjóhnsen
Embla Vífilsdóttir 

Breiðablik 8 

Ástrós Eva Ingólfsdóttir
Halla Rakel Long
Íris María Guðmundsdóttir
Viktoría Magnadóttir
Sigrún Snæfríður Hauksdóttir
Ana Da Costa
Íris Jóna Egilsdóttir
Jóhanna Huld Baldurs

Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson

20.06 2013 | Knattspyrna 5.fl kvk

Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson
Sunnudaginn 23 júní kl. 16.00 á Versalavelli verður í sjötta sinn leikinn minningarleikur um Jakob Örn.
Hann hefði orðið 16 ára föstudaginn 21 júní en lést hinn 9 mars 2008 vegna heilablæðingar.
Jakob var leikmaður 5.flokks en félagar hans sem nú eru í 3. flokki leika við Gróttu að venju en sú hefð hefur skapast fyrir tilstuðlan Júlla þjálfara því síðasti leikur Jakobs í búningi Breiðabliks var einmitt gegn Gróttu á Goðamótinu á Akureyri viku áður en hann lést.
Rafnar Örn, yngri bróðir Jakobs, sem er nú leikmaður í 5. flokki, tekur þátt og spilar með strákunum en leikurinn og umgjörð hans hefur jafnan gefið fjölskyldu Jakobs mikið.
Til að sýna samhug eru allir Blikar hvattir til að mæta á Versalavöll sunnudaginn 23 júní klukkan 16:00 og fylgjast með minningarleiknum. Iðkendur eru beðnir um að mæta í Breiðabliksgalla eða keppnisbúningi. Að leik loknum bjóða foreldrar Jakobs öllum sem vilja að ganga með sér að leiðinu hans í Kópavogskirkjugarði

 

Skráning á Keflavíkurmótið

06.11 2012 | Knattspyrna 5.fl kvk

Við tökum nú við skráningum á Keflavíkurmótið og lýkur þeim á miðnætti á miðvikudagskvöld.

Mótið hefst um kl. 13:30 og lýkur um kl. 19:00 laugardaginn 10. nóvember. Það fer fram í Reykjaneshöllinni.
Hver keppandi þarf þó einungis að vera á keppnisstað í rúmar 2 klukkustundir.
Keppni í tveimur deildum fer fram á sama tíma, þær deildir eru kláraðar áður en keppni í næstu tveimur deildum hefst.

Þátttökugjald í mótið er 1500 kr. á hvern keppenda. Við sendum út upplýsingar um greiðslu þegar við tilkynnum lið á fimmtudaginn.  

5. flokkur Íslandsmeistari A og C liða

09.09 2012 | Knattspyrna 5.fl kvk

Breiðablik sigraði FH í úrslitaleik Íslandsmóts A liða í 5. flokki kvenna en leikurinn fór fram 8. september í Kaplakrika. 

Blikarnir voru ívið meira með boltann í fyrri hálfleik en FH stúlkur beittu snörpum skyndisóknum. Fyrsta mark leiksins kom eftir tólf mínútur þegar fyrirliði Breiðabliks, Freyja Rún Hilmarsdóttir skoraði með fallegu skoti af löngu færi. Staðan var 1-0 í hálfleik en í þeim seinni færðu FH-ingar sig framar á völlinn og ógnuðu ívið meira. Það borgaði sig eftir sjö mínútur þegar þær jöfnuðu en þá hrukku Blikastúlkur aftur í gang og Herdís Hallsteinsdóttir skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu af löngu færi þegar níu mínútur voru eftir.

Hildur Þóra Hákonardóttir gulltryggði svo sigurinn skömmu síðar þegar hún lék í gegnum vörn FH og lagði boltann snyrtilega framhjá markverðinum. Blikar fögnuðu því sigri í lokin og frábærum árangri þetta árið en liðið sigraði meðal annars Símamótið og lék til úrslita í öllum keppnum sem það tók þátt í. 

C liðið sigraði á Akranesi

Á Akranesi fögnuðu svo stelpurnar í C1 Íslandsmeistaratitilnum þann 9. september en þær urðu hlutskarpastar í úrslitariðli gegn ÍA, Stjörnunni og Þrótti. Fyrst lögðu Blikar ÍA að velli 3-0 með mörkum frá Rebekku Ágústsdóttir og Þórdís Lind Þórsdóttir sem setti tvö. Rebekka var aftur á skotskónum gegn  Stjörnunni í 1-1 jafntefli. Litlu munaði svo að Blikar misstu af tækifærinu þegar þær voru 2-0 undir í lokaleiknum en Þórdís Lind skoraði tvö mörk og tryggði jafnteflið sem dugði. 

Glæsilegur árangur hjá stelpunum og öllum flokknum þeirra. 

Frábær árangur á Símamótinu

16.07 2012 | Knattspyrna 5.fl kvk

Stelpurnar í 5. flokki kvenna stóðu sig frábærlega á Símamótinu um helgina. Sextíu og fjórar stúlkur skipuðu sjö lið og sýndu skemmtileg tilþrif. 

Blikastúlkur vörðu Símamótstitilinn í keppni A liða með því að sigra Val í úrslitaleik 1-0 á Kópavogsvelli. Blikar höfðu yfirburði í leiknum en létu eitt mark duga og það var Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir sem skoraði það eftir frábæran undirbúning Freyju Rúnar Hilmarsdóttur þegar rúmlega mínúta lifði af leiknum. Melkorka var jafnframt valin í landslið Símamótsins og skoraði einnig fyrir það þannig að hún er með mark í leik á Kópavogsvelli í sumar.

Í keppni B liða fóru stelpurnar í Breiðabliki 1 einnig alla leið og unnu KA 3-0 í úrslitaleik á Kópavogsvelli. Sandra Nótt Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik en hún var iðin við kolana í mótinu og skoraði ellefu mörk alls. Thelma Líf Theódórsdóttir tryggði svo sigurinn með frábærri aukaspyrnu af löngu færi. Breiðablik 2 var einnig skipað feykiöflugum stelpum en þær höfðu ekki heppnina með sér í leik um brons og töpuðu 0-1 fyrir Þrótti. 

Tvö Blikalið deildu með sér bronsinu í keppni C liða með 1-1 jafntefli í leiknum um þriðja sætið. Rebekka Ágústsdóttir skoraði fyrst fyrir Breiðablik 1 en Birta Margrét Björgvinsdóttir jafnaði á síðustu mínútu fyrir Breiðablik 2. Hvorugt lið hafði heppnina með sér í undanúrslitum eftir flotta frammistöðu á mótinu, en bæði lið skoruðu fjöldan allan af fallegum mörkum og spiluðu góða knattspyrnu.

Breiðablik 1 og Breiðablik 2 stóðu sig með mikilli prýði í keppni D liða og sigruðu og töpuðu á víxl. Litlu mátti muna að Breiðablik 2 tækist að spila um verðlaunasæti en bæði lið lögðu sig vel fram og sýndu mikið og gott keppnisskap.

Glæsilegur hópur foreldra og annarra aðstandendna stúlknanna fjölmennti í Kópavogsdalinn í blíðunni um helgina og studdi þær með ráðum og dáðum.  

5. flokkur kvenna