Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson

20.06 2013 | Knattspyrna 2.fl kvk

Minningarleikur um Jakob Örn Sigurðarson
Sunnudaginn 23 júní kl. 16.00 á Versalavelli verður í sjötta sinn leikinn minningarleikur um Jakob Örn.
Hann hefði orðið 16 ára föstudaginn 21 júní en lést hinn 9 mars 2008 vegna heilablæðingar.
Jakob var leikmaður 5.flokks en félagar hans sem nú eru í 3. flokki leika við Gróttu að venju en sú hefð hefur skapast fyrir tilstuðlan Júlla þjálfara því síðasti leikur Jakobs í búningi Breiðabliks var einmitt gegn Gróttu á Goðamótinu á Akureyri viku áður en hann lést.
Rafnar Örn, yngri bróðir Jakobs, sem er nú leikmaður í 5. flokki, tekur þátt og spilar með strákunum en leikurinn og umgjörð hans hefur jafnan gefið fjölskyldu Jakobs mikið.
Til að sýna samhug eru allir Blikar hvattir til að mæta á Versalavöll sunnudaginn 23 júní klukkan 16:00 og fylgjast með minningarleiknum. Iðkendur eru beðnir um að mæta í Breiðabliksgalla eða keppnisbúningi. Að leik loknum bjóða foreldrar Jakobs öllum sem vilja að ganga með sér að leiðinu hans í Kópavogskirkjugarði
 


 

Efri röð frá vinstri: Rakel Sunna, Anna Bára, Hugrún Lilja, Sunna Baldvins, Theódór Sveinjónsson. Neðri röð frá vinstri: Arna Dís, Agnes Jóhannesd, Elma Rún, Þórunn Salka.

Íslandsmeistarar í Futsal 2013

15.02 2013 | Knattspyrna 2.fl kvk

2. fl. kvk byrjar árið vel er þær gerðu sér góða ferð á Ólafsvík á dögunum þar sem att var kappi á hinu árlega Íslandsmóti KSÍ í Futsal. Stelpurnar unnu alla leiki sína frekar þægilega og lönduðu þessum Íslandsmeistaratitli verðskuldað.

Vel gert og óskum við stelpunum og þjálfara þeirra til hamingju með titilinn.

Við óskum þessum flottu stelpum og þjálfurum þeirra til hamingjum með árangurinn

2. flokkur kvenna varð í dag bikarmeistari eftir 2 - 3 sigur á FH

15.09 2012 | Knattspyrna 2.fl kvk

Stelpurnar í öðrum flokki sigruðu Íslandsmeistara FH í úrslitaleik bikarsins sem fram fór á Kaplakrika í dag.

Leikurinn var góð skemmtun og endaði hann með sigri Blika 2 - 3 eftir framlengingu.
Leikurinn fór hægt af stað fyrstu mínúturnar en strax á 11. mínútu tók Andrea Rán hornspyrnu sem fór á fjærstöng þar sem Guðrún Arnardóttir kom og skallaði boltann í þverslá.

Á 17. mínútu leiksins komst svo Þórdís Hrönn ein í gegn og ætlaði að leika framhjá Hafdísi í markinu en missti boltann of langt frá sér svo þetta góða færi fór í súginn.

En Þórdís Hrönn var aftur á ferðinni á 25. mínútu leiksins þegar hún fékk boltann á hægri kantinum, lék á varnarmann og átti frábært skot með vinstri efst í fjærhornið. Óverjandi fyrir Hafdísi í marki FH. Staðan orðin 0 – 1 fyrir Blika.

Á 35. mínútu leiksins komst Esther Rós ein í gegn en eins og Þórdís stuttu áður ætlaði hún að leika framhjá markverði FH en missti boltann of langt frá sér.

Á 42. mínútu leiksins fékk Aldís Kara flotta sendingu frá vinstri inn fyrir vörn Blika, hún fékk nægan tíma til að taka boltann niður og setja hann snyrtilega framhjá Agnesi í marki Blika.
Staðan því 1 – 1 þegar dómari leiksins flautaði til leikhlés þrátt fyrir að Blikar hafi verið mun betri.

Á 55. mínútu leiksins sendi Ásta Eir stungusendingu á Þórdísi Hrönn sem komst ein í gegn, sá að Hafdís markvörður var komin full framarlega, svo hún setti boltann yfir hana og staðan orðin 1 - 2 fyrir Blika.
Eftir þetta sóttu Blikar og FH til skiptis næstu 15 mínúturnar án þess að skapa sér hættuleg færi.

Á 70. mínútu leiksins fékk Ingibjörg sendingu fyrir utan teig, tók boltann með sér og lék á tvo varnarmenn og var komin í gott færi en skot hennar fór rétt framhjá markinu.
Einungis fjórum mínútum síðar var svo Ingibjörg aftur á ferðinni þegar hún átti ágætis skot fyrir utan teig en boltinn fór yfir markið.
Þegar venjulegur leiktími var liðinn og áhorfendur farnir að bíða eftir flauti dómarans fékk FH aukaspyrnu langt fyrir utan teig.

Hildur Egilsdóttir tók spyrnuna og átti gott skot efst í markhornið þannig að nú þurfti að fara í framlengingu.

Á 10. mínútu framlengingar komst sóknarmaður FH einn í gegn en Agnes í marki Blika varði vel.
Á 15. mínútu framlengingar brunaði Steinunn upp hægri kantinn og átti svo fast skot sem fór beint á Hafdísi í marki FH.
Á 18. mínútu framlengingar tók Þórdís Hrönn aukaspyrnu frá hægri, setti boltann inn í teiginn og barst hann svo á Láru sem var mætt á fjærstöng og skaut í hliðarnetið.
Á 21. mínútu framlengingar fékk Petrea Björt boltann, lék á tvo varnarmenn inn í teignum skaut svo með vinstri en Hafdís markvörður FH varði boltann út í teiginn þar sem Esther Rós fylgdi vel á eftir og skoraði.

Staðan orðin 2 – 3 fyrir Blika og lítið eftir.

Á síðustu mínútum leiksins var mikil barátta og læti, sem enduðu á því að Margrét Sif Magnúsdóttir fékk sitt annað gula spjald og því rautt eftir gróft brot á Þórdísi.

Þórdís tók svo aukaspyrnuna sem var aðeins fyrir utan teig hægra megin og setti boltann í stöngina, glæsileg aukaspyrna.
Stuttu síðar fékk svo Þórdís líka sitt annað gula spjald og því rautt.

Leiknum lauk með sigri Blika og hömpuðu því Blikastelpurnar bikarnum.

Við óskum þessum flottu stelpum og þjálfurum þeirra til hamingjum með árangurinn.

Myndaveislu úr leiknum má sjá hér.

Æfingar og leikir 2. - 8. júlí

02.07 2012 | Knattspyrna 2.fl kvk

Æfingar og leikir vikuna 2. – 8.júlí

Mánudagur 2.júlí
Æfing kl. 18:45 – 20:00

Þriðjudagur 3.júlí
Æfing kl 16:00 – 17:00 Fífuvöllur með 3. fl. kk.

Miðvikudagur 4.júlí
Æfing kl. 18:45 - 20:00

Fimmtudagur 5.júlí
Frídagur

Föstudagur 6.júlí
Allir, æfing kl 16:00 – 17:00 Fífuvöllur

Laugardagur 7.júlí
Æfing kl. 17:00

Sunnudagur 8.júlí
Heimaleikur við Þór/KA kl. 14:00

2. flokkur kvenna

fdsa