Vildarvinir Breiðabliks

Unglingaráð Knattspyrnudeildar Breiðabliks hefur ákveðið að birta rekstraráætlun yngri flokkanna fyrir knattspyrnutímabilið september 2008 - október 2009. Hér að neðan má sjá sundurliðaðar tekjur og gjöld yngri flokka, þ.e.a.s. 3. til 8 flokks kvenna og karla.

Halli hefur verið á reksti yngri flokka undarfarin 3 ár og hefur unglingaráð safnað skuldum á þeim tíma.
Við svo búið verður ekki unað lengur og nú er komið að því að snúa þeirri þróun til betri vegar, því áframhaldandi skuldasöfnun mun að endingu leiða til skertrar þjónustu við iðkendur okkar.

Unglingaráð hefur mikinn metnað í að umgjörð og þjálfun yngri flokka sé sem best og státum við í dag af afburðar þjálfurum. Til að ná endum saman þurfum við öll að leggjast á eitt, en við gerum ráð fyrir að nýjar fjáraflanir Unglingaráðs geti skilað okkur hallalausum rekstri á árinu.

Við kynnum því til sögunnar nú um helgina nýjann styrktarklúbb þar sem Blikakonum og -mönnum gefst tækifæri á að leggja sitt að mörkum til að aðstoða okkur í að ná markmiðum okkar. Við hvetjum því alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í þessu styrktarverkefni en kynning þá því veður send út mánudaginn 6. apríl.

En eins og sést á rekstraryfirlitinu hér að neðan fara 87% tekjum yngri flokka í launakostnað þjálfara.

Það er von okkar í Unglingaráði að við leggjumst nú öll á eitt og náum að tryggja ráðinu hallalausann rekstur á þessu ár og náum jafnframt að greiða niður skuldir ráðsins að einhverju marki.

Hægt er að skila styrktarumsóknum í afgreiðsluna í Íþróttahúsinu í Smáranum.

Blikakveðja,
Unglingaráð Knattspyrnudeildar Breiðabliks
Vildarvinir - Umsókn.PDF