Knattspyrna

Viktor Örn Lánaður til ÍA út tímabilið

Miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson hefur skrifað undir lánssamning út tímabilið 2017 við Knattspyrnufélagið ÍA.

Viktor Örn sem er fæddur árið 1994 er uppalinnn Bliki. Viktor fékk sína fyrstu meistaraflokksreynslu með Augnablik sumarið 2013. Tímabilið eftir spilaði hann 19 leiki með HK í fyrstu deildinni. Síðastliðin þrjú tímabil hefur Viktor hins vegar leikið með meistaraflokki Breiðabliks.

Við óskum Viktori góðs gengis með ÍA og hlökkum til að fá hann reynslunni ríkari til baka.

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #