Knattspyrna

Tippleikur að fara af stað

Tippleikurinn hefst á laugardaginn.
Ákveðið hefur verið að hleypa af stokkunum stuttum tippleik núna fyrir áramót. Leikurinn stendur yfir í 9 vikur. Hann hefst laugardaginn 22 október og honum líkur 17 desember. 6 bestu vikurnar gilda í forkeppninni.
Tippleikurinn fer fram á vefslóðinni: http:\tippleikur.is\breidablik þar er hægt að nálgast allar reglur leiksins og sjá niðurstöður mjög fljótlega eftir að leikjum er lokið.
Sigurvegari leiksins fær Tippbikarinn til varðveislu í vetur ásamt helgarferð innanlands. Einnig verða veitt verðlaun fyrir sæti 2-4. Eitt lið sem skilar inn seðlum allar vikurnar getur átt möguleika á að vera dregið út og vinna til sérstakra aukaverðlauna. Þá verða veitt sérstök verðlaun í ferðasjóð þess yngriflokks sem nær bestum árangri og sendir amk 5 lið til keppni Það eina sem þarf að gera til að vera með í aukaverðlaunapotti er að láta heiti hóps enda á flokkskenni t.d. 4kv eða 5 kk
3 lið skipuð leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna munu vera með í leiknum. Nú er um að gera að vera með og sjá hvort þú sért betur að þér um knattspyrnu en leikmenn meistaraflokks.

Áfram Breiðablik
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #