Knattspyrna

Stefán Gíslason skrifar undir 3ja ára samning við Breiðablik

Varnarmaðurinn Stefán Gíslason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik.
Stefán, sem verður 34 ára gamall á árinu, á að baki 32 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Hann hefur undanfarið ár leikið með OH Leuven í Belgíu en fékk sig lausan þar fyrir skemmstu til að halda heim á leið. Stefán, sem er uppalinn á Eskifirði, hefur áður leikið hér á landi í efstu deild en það var með KR og Keflavík.

Knattspyrnudeild Breiðabliks býður Stefán velkominn heim til Íslands aftur og væntir mikils af honum næstu árin.
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #