Knattspyrna

Rakel Hönnudóttir til Svíþjóðar

Breiðablik og LB07 í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Rakelar Hönnudóttur.
LB07 er staðsett í Malmö og leikur í efstu deild þar í landi. Þær enduðu í 9 sæti deildarinnar í nýliðnu keppnistímabili. Með liðinu leikur einnig Anna Björk Kristjánsdóttir landsliðskona.
Rakel kom til okkar Blika árið 2012 og er ein af leikjahæstu leikmönnum félagsins frá upphafi. Hún hefur leikið 158 leiki í græna búningnum og skorað 68 mörk og verið fyrirliði félagsins undanfarin ár og sem slíkur lyft bæði Íslandsbikarnum og Borgunarbikarnum.
Blikar þakka Rakel innilega fyrir framlag hennar til félagsins og vonast til að síðasti kaflinn í þeirri bók hafi ekki verið skrifaður. Jafnframt óskum við henni velgengis á nýjum og spennandi slóðum 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #