Knattspyrna

Hildur Kristín sjúkraþjálfari með fyrirlestur þriðjudaginn 18.apríl kl.19.00

Hildur Kristín Sveinsdóttir sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu verður með fróðleik um algeng meiðsli í fótboltanum. Hún mun tæpa á orsökum og afleiðingum álagsmeiðsla sem og fjalla um nokkrar leiðir til að minnka líkur á slíkum meiðslum. Einnig mun hún fjallað um fyrirbyggjandi námskeið sem fyrirhugað er að bjóða iðkendum yngri flokka knattspyrnudeildar Breiðabliks upp á í haust. Á því námskeiði munu sjúkraþjálfarar skapa leiðbeinandi vettvang fyrir börn sem eru að stíga upp úr meiðslum sem og eftirfylgni fyrir þá iðkendur sem hafa farið í hreyfigreiningu. Þar verður líka boðið upp á almennar fyrirbyggjandi æfingar.

Fyrirlesturinn verður haldinn Þriðjudaginn 18. apríl kl.19.00 í veitingasal Smárans.

Vonumst til þess að sjá ykkur sem flest.

Áfram Breiðablik!

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #