Knattspyrna

Fanndís til Olympique de Marseille

Breiðablik og OLYMPIQUE DE MARSEILLE hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Fanndísar Friðriksdóttur. Olympique de Marseille enduðu í fjórða sæti í frönsku deildinni á síðasta ári en deildin hefst að nýju í byrjun september og fer Fanndís því strax út og tekur þátt í undirbúningi liðsins fyrir átök vetrarins. Þó að það sé mikil eftirsjá af Fanndísi þá óskum við Blikar henni hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og óskum henni góðs gengis í baráttunni í Frakklandi í vetur. Að lokum þökkum við Fanndísi fyrir framlag hennar til félagsins okkar.
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #