Knattspyrna

Arnór Borg Guðjohnsen seldur til Swansea!

Einn af hinum ungu og efnilegum leikmönnum sem er að koma upp í gegnum hið öfluga yngriflokka starf Breiðabliks er hinn 16 ára Arnór Borg Guðjohnsen. Hann hefur nýverið samið við knattspyrnudeildina en í kjölfarið var hann seldur til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. Eins og glöggir menn átta sig á þá er Arnór að sjálfsögðu sonur goðsagnarinnar Arnórs Guðjohnsen og því yngri bróðir Eiðs Smára Guðjohnsen.

Arnór er hluti af mjög sterkum 2000 árgangi hjá Blikum sem hefur verið mjög sigursæll í gegnum yngri flokkana. Arnór fór til Swansea til prufu fyrir skömmu og greinilegt að Walesbúunum leist svo vel á kauða að þeir vildu kaupa hann af Blikum. Það gekk eftir og mun Arnór fara til Wales í sumar. Breiðablik óskar Arnóri til hamingju með þennan áfanga og ljóst er að þarna er komin enn ein ástæða til halda með Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #