Karate

Vilhjálmur Þór stóðst 3 dan með sóma

Laugardaginn 1.júlí 2017 stóðst Vilhjálmur Þór Þóruson, Villi okkar, gráðun fyrir 3 dan (sandan) með sóma hjá sensei Richard Amos, er hann var við æfingar í æfingabúðum í Fredrikstad í Noregi. Nokkrir félagar úr Breiðablik fóru á þessar æfingabúðir og létu vel af dvölinni þar. 

Þessi árangur sýnir hversu frábær karatemaður Villi er og eigum við eftir að njóta þess í kennslu á næstu önn. 

Við hjá Karatedeild Breiðabliks óskum honum innilega til hamingju með áfangann. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Villa ásamt Sensei Richard Amos sem var prófdómarinn. 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #