Dojo kun

Dojo kun, siðareglur æfingasalarins, voru samndar af Gichin Funakoshi, stofnanda nútíma karate. Sumstaðar á vesturlöndum (líka á Íslandi) er þetta þulið upp í byrjun eða enda hverrar æfingar. Þá er vaninn að hæstgráðaði nemandinn á æfingunni þylji upp hverja línu fyrir sig og allir hinir endurtaka. Í Japan er yfirleitt ekki farið með ''Dojo kun'' nema nemendur séu að mestu leiti börn. Hjá okkur í Breiðablik er ekki farið með ''Dojo kun''. Við kjósum að segja þeim sem æfa hjá okkur umgengis- og siðareglur okkar á ''venjulegri'' íslensku.

Dojo kun
Hitotsu! Jinkaku kansei ni tsutomuro koto.
Eitt! Að fullkomna skapgerðina.

Hitotsu! Makoto no michi o mamoru koto.
Eitt! Að vera einlægur.

Hitotsu! Doryoku no seishin o yashinau koto.
Eitt! Að leggja sig allan fram.

Hitotsu! Reigi o omonzuru koto.
Eitt! Að bera virðingu fyrir öðrum.

Hitotsu! Kekki no yu o imashimuru koto.
Eitt! Að aga sjálfan sig.


Sjá nánar á heimasíðu Helga Jóhannessonar, sensei deildarinnar www.helgi.net