Karate

Silfur hjá Blikum á NM

Í gær, Laugardaginn 8.apríl, fór fram Norðurlandameistaramót í Karate í Tallin, Eistlandi. Breiðablik átti þrjá fulltrúa í landsliðinu, það voru Arna Katrín Kristinsdóttir, Laufey Lind Sigþórsdóttir McClure og Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Þær byrjuðu daginn á að keppa í einstaklingsflokkum, Laufey Lind í junior flokki þar sem hún mætti Wilma Eklund frá Svíþjóði en beið lægri hlut. Arna Katrín mætti í senior flokki Ina Hamalainen frá Finnlandi og beið einnig lægri hlut. Andstæðingar Laufeyjar og Örnu duttu út í annarri umferð og því áttu okkar stelpur ekki möguleika á uppreisnarviðureign og réttinn til að keppa um 3ja sætið. Svana Katla mætti Caroline Dalgard frá Damörku í 1.umferð senior flokki og vann sú danska þá viðureign og endaði að lokum í 2.sæti í flokknum. Svana fékk því uppreisn og vann finnskan keppanda, Sara Salmivaara, í fyrri viðureigninni í uppreisn, en mætti svo sænska meistaranum, Lina Waglund, í viðureigninni um 3ja sætið í flokknum. Lina vann þá viðureign naumlega og endaði Svana því í 5.sæti í flokknum.

Þær stöllur kepptu einnig í hópkata og í úrslitum þá mættu þær danska liðinu, sem er ríkjandi norðurlandameistarar. Í úrslitum þurftu þær bæði að sýna kata en einnig bunkai þar sem sýnt er fram á virkni þeirra tækna sem framkvæmdar eru í kata. Þrátt fyrir mjög flotta kata og gott bunkai, þá töpuðu okkar stelpur fyrir þeim dönsku og enduðu því í 2.sæti. Virkilega flottur dagur hjá okkar keppendum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þær með verðlaun sín, frá vinstri Laufey Lind, Svana Katla og Arna Katrín.
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #