Spörk

Spörk - Geri:
Spörk í karate eru jafn mikilvæg og kýlingar. Spark getur verið margfalt öflugra en kýling en snerpan er hins vegar ekki eins mikil þar sem fóturinn þarf að fara meiri vegalengd. Þar sem andstæðingurinn getur gripið í löppina þarf sparkið að vera snöggt, bæði fram og aftur. Til þess að fá sem mestan kraft í sparkið á að beita mjöðm vel og nota allan líkamann í sparkið.