Karate

Blikar unnu öll verðlaun í kata kvenna á Haustmóti KAÍ

Föstudaginn 3.nóvember síðastliðinn fór fram haustmót Karatesambands Íslands, mótið var haldið í Fylkissetrinu í umsjón Karatedeildar Fylkis. Að vanda áttum við flesta keppendur í kata kvenna og röðuðu okkar stelpur sér í öll verðlaunasætin.  Í undanúrslitum áttust okkar stelpur við, Svana mætti Örnu og Laufey mætti Móey.  Svana og Laufey áttust svo við í úrslitum þar sem Svana vann.  Auk þess að keppa í kata, þá keppti Arna í kumite þar sem hún lenti á móti Ivetu frá Fylki í úrslitum. Varð úr hörkuviðureign þar sem Iveta vann á lokasprettinum og endaði Arna því í 2.sæti.

Flott kvöld hjá okkar keppendum. Úrslit okkar keppenda voru því; 

Kata Kvenna
1. Svana Katla Þorsteinsdóttir
2. Laufey Lind Sigþórsdóttir McClure
3. Arna Katrín Kristinsdóttir
3. Móey María Sigþórsdóttir McClure

Kumite kvenna
2. Arna Katrín Kristinsdóttir

Á meðfylgjandi mynd má sjá stelpurnar okkar á verðlaunapallinum, frá vinstri Laufey Lind, Svana Katla, Arna Katrín og Móey María.

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #