Karate

Æfingar á meðan sjávarútvegssýning stendur yfir

Eins og fram hefur komið áður, þá verður röskun á starfsemi deildarinnar á meðan Sjávarútvegssýningin stendur yfir í Smáranum/Fífunni 13-15.sept. Allar deildir Breiðabliks missa æfingasvæði sitt undir sýninguna, við missum salinn okkar frá þriðjudeginum 12.sept. Við vonum að allir sýni þessu skilning en það er ekkert sem Karatedeildin getur gert við þessu.

Við höfum fengið inni í íþróttasal Kópavogsskóla 2 daga í næstu viku og ætlum að sameina flokka og láta alla aldursflokka æfa saman óháð gráðun á fimmtudeginum. Kópavogsskóli er við Digranesveg.

Æfingar í næstu viku verða sem hér segir:

Mánudagur 11.sept. Æfingar í öllum flokkum skv. stundarskrá í Smáranum.
Þriðjudagur 12.sept: Frí í öllum flokkum
Miðvikudagur 13.sept: Æfing í Meistaraflokki kl.20 í Kópavogsskóla
Fimmtudagur 14.sept: Æfingar í Kópavogsskóla
  Kl.18:00 Allir Barnaflokkar
  Kl.19:00 Allir Unglingaflokkar
  Kl.20:00 Allir fullorðinsflokkar
Föstudagur 15.sept: Frí í öllum flokkum
Laugardagur 16.sept: Frí í öllum flokkum

Æfingar hefjast svo aftur skv. stundarskrá mánudaginn 18.september
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #