Frjálsar

Nýr formaður frjálsíþróttadeildar

Kristján Sigurgeirsson var kosinn formaður frjálsíþróttadeildar Breiðabliks á aðalfundi hennar í kvöld, 20. mars. Aðrir í stjórn voru kjörin: Margrét Hjaltadóttir, Björgvin Brynjarsson, Smári Björn Guðmundsson, Hildur Ingvarsdóttir, Sveinn Samsted og Jón Bjarni Bragason. Í varastjórn voru kosnir: Egill Eiðsson, Magnús Jakobsson og Jónas Egilsson.

Um tveggja milljóna króna viðsnúningur var á afkomu deildarinnar m.v. árið á undan. Hins vegar íþyngir gömul skuld rekstri deildarinnar talsvert. 

Hér má sjá skýrslu stjórnar frjálsíþróttadeildar fyrir síðasta starfsár sem lögð var fram á fundinum með nánari upplýsingum um starfsemi síðasta ár.

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #