Frjálsar

Meistaramót Íslands 11-14 ára á Kópavogsvelli! Helgina 24-25 Júní

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum fer fram á Kópavogsvelli helgina 24-25 Júní. Mótið hefur verið vinsælt síðustu ár og er búist við góðri þátttöku frá félögum af höfuðborgarsvæðinu og alls staðar utan af landi. Keppt er í karla og kvennaflokki. Margir af okkar bestu frjálsíþróttamönnum hafa tekið sín fyrstu skref á þessum mótum. Þar á meðal Aníta Hinriksdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson.

Keppni er frá kl 10:00-16:00 á laugardeginum og á sunnudeginum frá kl 10:00-15:30. Tímaseðil má sjá á vefnum hér: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=MI11-14-17 . Á mótinu verður keppt í einstaklingskeppni og er stigakeppni milli félaga.

Á laugardagskvöldinu verður skemmtun gegn vægu gjaldi í Smáranum og fram koma Míó Tríó og Sirkus Ísland. Kynnar verða fulltrúar skemmtinefndar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks, þeir Kristján Viktor og Ingi Rúnar. Skemmtunin hefst kl 20.

Tengill að upplýsingasíðu mótsins: https://www.facebook.com/events/294497764334454/?acontext=%7B%22ref%22%3A%224%22%2C%22feed_story_type%22%3A%22308%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D

Mótsstjóri er Eiríkur Mörk Valsson

Yfirdómari er Gunnhildur Hinriksdóttir. 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #