Frjálsar

Gullregn á Silfurleikum ÍR

Það var fjölmennur hópur Blika sem tók þátt á Silfurleikunum um síðustu helgi. Það bættust fleiri nýjir keppendur við sístækkandi hóp iðkenda sem keppa á mótum fyrir hönd félagsins.

Eins og á Gaflaranum þar síðustu helgi þá enduðu Blikar með flest gullverðlaun samtals, eða 16 talsins og 29 verðlaun í heildina. Sem er mjög gott þar sem að það kepptu 49 Blikar á mótinu. Mikið var um persónulegar bætingar og ánægju hjá iðkendum. Núna tekur meiri uppbygging við til að vera tilbúinn fyrir mótin á næsta ári.

Áfram Blikar.

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #