Forsíða

Breiðablik - Vinnustofa

Kæru Breiðabliksfélagar,

Undanfarin misseri hefur farið fram talsverð umræða innan raða Breiðabliks um ímynd félagsins og ræddar hafa verið leiðir til að styrkja hana á ýmsa vegu. Mikil stefnumótunarvinna hefur farið fram innan okkar raða hjá deildum og félagið hefur aldrei verið öflugra. Aðalstjórn hefur unnið af hendi vinnu sem skilaði breyttu skipulagi og lögum sem gefa færi á að efla okkur til frekari dáða.

Þann 29. ágúst verður haldin í Smáranum vinnustofa á vegum félagsins þar sem þessi mál verða til umfjöllunar í breiðu samhengi en sérstök áhersla verður á hlutverk Fífunnar í því efni - en fleiri málefni sem snerta ímyndina munu verða rædd.

Við höfum fengið þá Hákon Gunnarsson og Björn Jónsson til að leiða þennan fund en báðir hafa unnið fyrir félagið á þessi sviði.

Ákveðið hefur verið að leita til almennra félagsmanna og bjóða þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í vinnustofunni. Við þurfum þó að takmarka fjölda þátttakanda við 24 aðallega til að ná betur utan um vinnustofuna. Ég vil biðja þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur að sækja um og senda tölvupóst á Eystein Pétur Lárusson framkvæmdastjóra (.(JavaScript must be enabled to view this email address)) fyrir 23. ágúst. Ef umframeftirspurn verður munum við velja úr innsendum umsóknum með það að markmiði að sem flest sjónarmið komi fram.

Nú er mjög gott lag að fara í þessa vinnu og við viljum að sem flestir muni taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem framundan er.

Sveinn Gíslason
formaður aðalstjórnar Breiðabliks
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #